Þar kom að því að pabbi fengi sínu framgengt...
Þetta verður veikindablogg að þessu sinni.
Fékk nefnilega blöðrubólgu í fyrsta skiptið í fyrradag. (Svolítið kaldhæðnislegt að byrja á þessu bulli í júlímánuði.)
Pabbi fékk langþráð tækifæri til að dæla í mig dýralyfjum af því tilefni;
Þannig er að ömmu áskotnaðist hundur fyrir nokkru. Hundurinn er íslenskur, ofdekraður og ofverndaður, en honum fylgdu einmitt allskyns möguleg og ómöguleg lyf.
Þegar amma frétti af þjáningu minni renndi hún í gegnum lyfjadósirnar hans Rebba.
Innanum lyf við hverskyns ofnæmi, kláða, stressi, þunglyndi og aðskilnaðarkvíða, (haha) fann hún blöðrubólgulyf, merkilegt nokk.
Pabbi fletti upp í lyfjabók og fullvissaði mig um að þetta væru sömu lyf og mannfólkið notar.
Ég var nú treg til að gleypa hundalyf, en sökum mikilla kvala og leti (hver nennir að pissa á tveggja mínútna fresti?) sturtaði ég tveim töflum ofaní mig fyrir svefninn.
Og viti menn-ég var eins og ný manneskja þegar ég vaknaði!
Boðskapur: Hundar eru líka menn... ha, nei? Eða kannski bara: Treystið pabba, hann veit alltaf best.
P.s: Pabbi fékk nýja dollu handa mér þar sem Rebbi var búinn að bryðja eitthvað af hinum.
Utan á dollunni stendur: Eigandi dýrs: Alfreð Schiöth.
Að vissu leyti er það rétt...
Þetta verður veikindablogg að þessu sinni.
Fékk nefnilega blöðrubólgu í fyrsta skiptið í fyrradag. (Svolítið kaldhæðnislegt að byrja á þessu bulli í júlímánuði.)
Pabbi fékk langþráð tækifæri til að dæla í mig dýralyfjum af því tilefni;
Þannig er að ömmu áskotnaðist hundur fyrir nokkru. Hundurinn er íslenskur, ofdekraður og ofverndaður, en honum fylgdu einmitt allskyns möguleg og ómöguleg lyf.
Þegar amma frétti af þjáningu minni renndi hún í gegnum lyfjadósirnar hans Rebba.
Innanum lyf við hverskyns ofnæmi, kláða, stressi, þunglyndi og aðskilnaðarkvíða, (haha) fann hún blöðrubólgulyf, merkilegt nokk.
Pabbi fletti upp í lyfjabók og fullvissaði mig um að þetta væru sömu lyf og mannfólkið notar.
Ég var nú treg til að gleypa hundalyf, en sökum mikilla kvala og leti (hver nennir að pissa á tveggja mínútna fresti?) sturtaði ég tveim töflum ofaní mig fyrir svefninn.
Og viti menn-ég var eins og ný manneskja þegar ég vaknaði!
Boðskapur: Hundar eru líka menn... ha, nei? Eða kannski bara: Treystið pabba, hann veit alltaf best.
P.s: Pabbi fékk nýja dollu handa mér þar sem Rebbi var búinn að bryðja eitthvað af hinum.
Utan á dollunni stendur: Eigandi dýrs: Alfreð Schiöth.
Að vissu leyti er það rétt...
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home