4.8.04

Eftirfarandi samtal á sér stað í efri koju, litlu barnaherbergi í Hafnarfirðinum. Eigandi bloggs tekur að sér að svæfa fjögurra ára frænda sinn, Mána Þór og er búin að lesa tvær sögur, búa til eina og tala um flest sem fjögurra ára börnum dettur í hug. Nema að Máni er ekki venjulegt fjögurra ára barn:

Máni:
Veistu afhverju mamma er með svona stóran maga?
Kristín: Afhverju?
M: (Hvíslar ábúðarfullur) Það er barn í maganum á henni!
K: Já... Það er frábært.
M: Ég vona að það sé stelpa. Ef það er stelpa ætla ég að skíra hana Þyrnirós.
K: En ef það er strákur?
M: Þá getur hann bara heitið... Þyrnirós...i!
K: Og helduru að mamma þín samþykki að strákurinn hennar heiti Þyrnirósi?
M: (Hugsar um stund og finnur ekkert svar sem hentar honum svo hann snýr sér að öðru - horfir á magann á mér og lyftir bolnum upp.) Afhverju ert þú með svona stóran maga?
K: (Horfir hugsandi á magann á sér, bítur í vörina og segir hikandi) Er hann nokkuð svo stór?
M: Hann er sko alveg risastór. Ég held hann sé svona stór afþví þú borðar alltof mikið.
K: (Veit upp á sig sökina og hummar)
M: Ef þú borðar svona mikið endar maginn á því að springa! Er nokkuð barn í maganum?
K: Nei... Það er ekkert barn.
M: Þá verðuru bara að borða minna. (Hikar og er þungt hugsi) Ég ætla aldrei að fá svona ógeðslega stóran maga... Og ég ætla heldur aldrei að fá barn í magann.

Á fallegu sumarkvöldi braut þessi fjögurra ára drengur ranghugmyndir og sjálfstraust Kristínar Helgu niður. Það er samt allt í lagi því umræddur Máni er uppáhalds manneskjan hennar í öllum heiminum.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home