23.8.04

Menning?

Skrapp á menningarnótt með Rannveigu mágkonu, Stefáni manni hennar og mömmu hans. Það má svosem deila um nafngiftina "Menningar"-nótt því maður sá fátt menningarlegt vegna fólksfjölda, maður komst hreinlega ekki að. Engu að síður var mjög gaman, við náðum allavega að sjá fullt af fólki, tangó, ljósmyndasýningu, málara að störfum og stomp...band?

Meðal þeirra sem heilsuðu mér:

Sigurlaug (reyndar í Smáralindinni)
Sara bekkjarsystir
Fullur strákur sem reyndi að heilla mig með páfagauk í búri (Ha?)
5 túristar sem höfðu farið með rútunni sama dag
Jónsi í svörtum fötum (Haha!)
Úlla Árdal
Ogseinastenekkisýst -Hólmfríður Helga- semvarídoppótakjólnumhennarmömmuþegarhúnflaugumhálsinnámérogégfórnæstumaðskæla.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home