25.1.05

Jússustælar hafa verið áberandi það sem af er frís.
Við mamma tókum gott kvöld þar sem gamla dró fram safn Davíðs frá Fagraskógi í tilefni afmæli hans. Á meðan við lásum ljóðin hlustuðum við á karlakórinn Heimi sem mamma telur skara fram úr öðrum karlakórum í söng og gjörvuleik. Já og þvílíkur andans snillingur var Davíð, eins og afi segir oft. Sérstaklega er gaman að lesa ljóðin sem beinast gegn kirkju og biskupavaldinu, við mamma erum hvorugar sérlega hrifnar af þannig apparötum svo við hlógum og skríktum yfir þessu öllusaman með hlýrann útá hlið. Ji minn. Svo hellti mamma upp á eitthvað jurtate sem heitir "Góða nótt" en ætti frekar að bera nafnið "Svefngalsi" því það leið ekki á löngu þar til ég var farin að stjórna ímynduðum karlakórum út og suður og fannst ég standa mig vel. Eftir aðeins tvo bolla af teinu fannst mér ég svo vera rússnesk ballettdrottning og stökk um allt stofugólf með miklum tilþrifum. Ég var mjög ánægð með mig, bæði afþví mér fannst ég hafa afar tignarlegar hreyfingar og þetta var mesta líkamsrækt sem ég hef stundað lengi. Draumurinn sprakk þegar mamma bað mig um að hætta þessum brussulátum, hún væri nefnilega að reyna að hlusta á kórinn.
Annars hefur fríið farið í svefn, lestur á jólabókunum og eplaköku- og brownies bakstur. Fer svo suður á morgun þar sem ætlunin er að skoða tvo tiltölulega nýja frændur, jáh, það bætist enn í barnaskarann svei mér þá! Jæja, jússan kveður.

3 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Karlakórinn Heimir lengi lifi!
- Steinunn

8:35 e.h.  
Blogger Nína said...

Hey ég er suður! Hvar ertu stödd?

8:40 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

hæ kristín og nína fariði nú báðar að fá ykkur haloscan kommentakerfi svo allir geti kommentað. annars eruð þið bara sætar og fínn dagur í dag jájá. farið að líða á kvöldið best að koma sér heim. bless bless. (jússijúss)

10:49 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home