13.12.05

Kom að því að stressið, vöðvabólgan, svefnleysið og það allt kæmi í hausinn á mér. Í bókstaflegri merkingu, sit hér í kompunni með dúndrandi höfuðverk og ætla að færa inn mætingar í staðinn fyrir að sitja í ensku. Og fann hjá mér þörf fyrir að væla á internetinu, oh leiðinleg.

Bjartsýni: Jólafríið er rétt handan við hornið, langráð hvíld. Eða verður það hvíld? Læra og stressast? Nei, fjandinn hafi það, hvíld skal það vera og ekkert rugl! Lærdómur er fyrir aumingja.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home