10.11.05

Í dag var eyða til 12.20. Þrátt fyrir það reif ég mig á lappir eftir 6 tíma svefn og dreif mig niðrí skóla. Þar ætlaði ég að skrifa skýrslur, vinna fyrir Hagsmunaráð og jafnvel læra. Minnst af þessu gerðist þar sem ég rúllaði mér inní tyrkneska úlfaldateppið hans Arnars og fleygði mér í sófann um leið og ég steig inní Kompuna. Þegar ég var búin að sofa í svona hálftíma heyri ég í gegnum svefninn (þið fattið) Eddu og Jón Má tala saman. Það sem meira er, ég sannfæri sjálfa mig um að vakna og liggja ekki eins og klessa meðan Jón Már er að spjalla. Sannfæringarkrafturinn var svo mikill að í draumnum vaknaði ég, teygði úr mér og gekk til Eddu og Jóns. Byrjuðum við að spjalla saman um samræmdu prófin og fleira skemmtilegt og ég tek virkan þátt í umræðunum. Ég veit svo ekki fyrr en Ásgeir kemur valsandi inn og hann prýðir svipað hár og Brad Pitt var með í Troy. Ekki nóg með að hann hafi litið út fyrir að vera sænsk klámmyndastjarna til höfuðsins, heldur var hann í jakkafatajakka að ofan og ber að neðan! Já góðan daginn. Á eftir Ásgeiri gekk Ari inn í Kompuna með gyðingahatt og gyðingakrullur, einnig ber að neðan. Að endingu gengur svo Arnar inn, alveg eins og Arnar á að sér að vera, nema bara ber að neðan! Hann tilkynnir mér að í dag sé "beraðneðan" dagur HOMMA. Jón Már varð hinn ánægðasti og hrósaði strákunum fyrir að brydda upp á skólalífið með skemmtilegum tilbreytingum og gaf þeim örbylgjupopp. Síðan göngum við fram og þar elta fjölmiðlamenn okkur og taka myndir í gríð og erg. Draumurinn endar á því að strákarnir þrír hlaupa glaðir inn gamla gang, á dramatískan hátt á typpinu, með myndavélar allt í kringum sig. Ég vaknaði við að Ottó hlammaði sér í sófann til mín og þá var ég óskaplega ringluð yfir að Jón Már væri farinn og að allir væru í buxum.
Júlíus minntist á það í dag að ég væri mislynd. Held það sé rétt hjá honum, þessa dagana veit ég ekkert hvernig ég á að vera, græt ýmist úr hlátri eða pirringi. Ég er mislynd og misjöfn á allan hátt, fyrri hluta dagsins í dag át ég salatbar, skyr, lífrænt jógúrt, safa, plómur og banana. Ég var hreinlega komin með ógeð á óhollu. Í kvöldmat fékk ég mér svo kjúkling og franskar og kokteil, fullkomnlega komin með ógeð á heilsufæði.
Hvað er að mér?

4 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

kelga! usss. þetta er nú meira svallið. eitt steikta stelpa. (hvernig voru samt typpin?)

9:48 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Oj. Perri að kommenta sem lætur nafn síns ekki getið. Hvað heldurðu að ég hafi verið að horfa á typpin á þeim?! Þetta særði blygðunarkennd mína mjög!

12:06 e.h.  
Blogger Stefanía said...

hahaha en ógeðslega fyndin draumur!

8:35 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

æ. þetta voru nú mistök. ég var með fyrsta kommentið. afsakaðu dónaskapinn... svona er ég bara.

11:57 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home