16.5.05

Eftir helgina mæli ég með:

-Vorsýningu Myndlistarskólans, sérstaklega tveimur myndböndum sem þar er að finna.
-Freyjulundi 02.
-Grillveislu sem inniheldur foreldra, bróður, tvær óðar jússfrænkur, fjóra litla frændur, ömmu, þrjár góðar vinkonur, lambakjöt og meððí, bláberjabæ og ís, ananas-jarðaberja tertu og expresso.
-Ferð á róló með þremur frændum og jarðaberjum í poka.
-Sálarball í Sjallanum, þar sem allt getur gerst. M.a. "dekurdans" frá fjórum herramönnum! Það er ólýsanlegt, já og alls engu líkt...
-Lökkuðum tánöglum.
-Óléttum ketti.
-Útsvefni.
-Ferð á Árskógsströnd að sjá ísjakann sem siglir inn fjörðinn.
-Laginu Moya með Godspeed You! Black Emperor.

Ég mæli hinsvegar ekki með:

-Túrverkjum.
-Kvefi.
-Því að deyja næstum þegar ónefndur bróðir keyrði æfingarakstur út á Árskógsströnd.
-Bubbles leiknum, sem er rosalega ávanabindandi.
-Íshokkýútsendingum á RÚV.

Jey, fleiri góðir punktar en slæmir. En ég heppin.

3 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

ÍSJAKI! ég hélt að þetta væri skemmtiferðaskip:D

12:26 e.h.  
Blogger kristin said...

Haha, Ragga í ruglinu!

7:14 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Dekurdans pekurdans!
Íshokkíútsendingar Kristín Helga? HA?

12:42 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home