14.4.05

Jæja, Birtingarblaðið farið í prentun. Tók lengri tíma og meira á taugarnar en búist var við, ég er eiginlega alveg brjáluð.
Þremur viðtölum kippt út vegna fjárskorts og eitt stytt um helming. En maður verður víst að venjast því að það er ekki á allt kosið né alla treystandi. Bitur, já. Nú spila Hljómar í eyrað á mér: "Margir kvarta og kveina, en ef kannski þeir reyna, þá er lífið létt..." Vúhú.
Ég er geðvond og lasin. Má líka ekki éta neitt, eða, ekki; ger, sykur og hvítt hveiti. Sem þýðir að það sætasta sem ég borða eru nokkrar rúsínur út á bragðlausan hafragraut, má ekki einu sinni borða nema smá af ávöxtum útaf ávaxtasykrinum. Búhú. Jæja, þetta mun aðeins standa yfir í um hálft ár eða svo. Helvítis Candida sýking.
Helgi tók myndir af mér á þriðjudaginn, það var magnað. Vona að þær komi vel út, þarf að fara að gera einhver hallæris slagorð og semja ræðu. Já, þetta er gaman. Ætla að fara að einbeita mér að Family guy.

1 Comments:

Blogger Sigurlaug Elín said...

Já I feel your pain vinkona, grunur lék á um daginn að ég væri með mjólkusykuróþol sem þýddi ansi marga mjólkursykurlausa daga meðan tilraun var gerð. Furðulegt hvað matseðill manns verður fátæklegur - sem betur fer er ég laus við óþolið en þarf að draga svolítið úr mjólkurvöruneyslu.

Gangi þér vel í kosningabaráttunni. Sjálf mun ég gegna embætti Forseta Listafélags Menntaskólans í Reykjavík næsta vetur.

3:15 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home