16.2.05

Ég á víst að blogga .Þetta er hálfgert punktaformsblogg.
Um helgina fór ég í sveitina. Þar burstaði tíu ára frænka mín mig í Trivial. Hún fékk reyndar barnaspurningar og ég fullorðins en mér er sama, ég er enn eftir mig. Hún bað líka um stjörnuatlasinn í afmælisgjöf og notar orð og orðasambönd eins og þrátt fyrir að, illviðráðanlegur, sökum þess..." Veit örugglega meira en margir jafnaldrar mínir. Það er bæði gleðilegt og sorglegt, eftir því hvernig maður lítur á það.
Fór líka sem sérlegur aðstoðarmaður pabba uppí fjós þar sem hann fangskoðaði nokkrar kvígur og hornsagaði tvær beljur. Það var í senn ótrúlega myndrænt og svolítið hættulegt.
Er að skrifa í nýju tölvuna mína, jújú, Helgi seldi mér gamla makkann sinn, það er gaman. Nú er ég með skipulagsforrit sem er í mörgum litum og flott, það heitir Mark O'Brian.Vúhú! Nafngiftin kemur frá laugardagskvöldinu en þá fékk ég sögustund um Mark í boði Lilýar.
Annars er ég að drukkna í verkefnum, mismikilvægum reyndar, og kemst ekki yfir neitt. Allavega ekk það mikilvæga.
Var í dönsku áðan, þar talaði Mads við okkur. Það var gaman en djöfull finnst mér það súrt að vera búin að læra dönsku síðan í sjöunda bekk og ekki getað komið skiljanlegri setningu útúr mér. Við erum að útskrifast í dönsku og erum búin að ná ágætis orðaforða, lestrar og skriftarkunnáttu en getum ekki talað. Það væri frábært ef að skólinn réði Mads í einn mánuð eða svo, við myndum tala og sleppa logbókum og allir yrðu ánægðir. Skil ekki afhverju skólinn ræður mig ekki til að leysa öll hans vandamál, humm.
Talandi um vandamál skólans, ég held að ég sé ekki sú eina sem er orðin dauðleið á ástaratlotum ákveðinna nemenda innan veggja skólans, helvítis. Þá er ég ekki að tala um létta kossa heldur virkilega sóðalega slefkossa og útlimaflækjur. Kannski er ég bara með of auðsæranlega blygðunarkennd, mér finnst óflægilegt að leiða Helga á almannafæri. En fjandinn hafi það, einhver verður að skipa flessu fólki að hætta. Og fara í sturtu.
Jæja, lesa Njálu. Djöfull er ég orðin steingeldur skrifari og skylduógeðisbloggari.

3 Comments:

Blogger kristin said...

Haha, já sendum Skúla.
Ég er samt ad spá í a› skrifa skólameistara bréf...
Eda eitthvad. Kannski getum vi› sent inn tillögu um ad tad sé banna› a› kokkyssast í skólanum á lagabreytingarfundinum?
Nei, ég veit! Bætum titlinum "sidameistari" vid medstjórnandann og látum hann standa vörd um svona ótverra.

6:07 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

haha, hvað er óflægilegt?

en já, ég kannast við ógeðið sem fylgir því að horfa upp á svona gredduatlot á almannafæri... sem ég tek reyndar yfirleitt bara eftir á djamminu og þá er eins og staðurinn breyti um útlit og verði klístraður og fullur af saurugum hugsunum sem maður vill ekki sjá fólkið hugsa.

4:45 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Sendu þessa frænku þína á Gettu betur-æfingu eftir páskafrí. Aldrei of snemmt að byrja... ;)

10:08 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home