7.2.05

Jahá, bolludagurinn þjófstartaði í þessu húsi svo í gær var haldið jússukaffi þar sem Hildigunnur vildi að hún væri Vala Matt og drakk kaffi. Ég drakk líka kaffi og gerðist hávær að sögn viðstaddra-man ekkert eftir því sjálf, kaffiblackout. Ahh... Já.
Í dag borðaði ég hveitibollur með túnfisksalati í morgunmat, rjómabollur í kaffinu og fiskibollur í kvöldmat. Uppáhalds hátíðardagurinn minn. Ætlaði að fá mér vatnsdeigsbollur í kaffinu reyndar, en elskulegur bróðir minn hafði stútað heilu fati (svona 15 bollum) þegar við komum heim. Gráðugt gerpi.
Mér finnst gaman að geta með stolti sagt að ég hafi staðið mig vel í náminu það sem af er annar.
Það er ein vika, já. Vona að það haldi þannig áfram en er ekki bjartsýn.
Í dag neyddist ég reyndar til að skrópa í þýsku. Ég fékk far svo ég var mætt upp í skóla 07.45. Ég ákvað þessvegna að setjast upp í G26 og lesa í Njálu. (Góð!) Þegar kl. var orðin tólf mínútur yfir átta fór ég að velta því fyrir mér hvar í ósköpunum allir væru. Datt í hug að Guðjón væri veikur svo ég fór upp í afgreiðslu og gáði, hringdi í leiðinni í alla þýskufélaga mína til að gá hvort hann hefði skipt um stofu en án árangurs. Það endaði með því að ég settist inn á bókasafn og las meira í Njálu í staðinn fyrir að vera inní tölvustofu og gera vefverkefni sem krakkarnir máttu gera fjórir saman en nú þarf ég að gera það ein til að fá einkunn og mætingu í tímann. Æhhj, það er ágætt. Góð saga samt-takk, mér finnst hún skemmtileg.

2 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

vúhú.. til hamingju Kristín:)
og þakka kærlega fyrir mig fyrir bollukaffið vona að mér verðið boðið oftar:) ég veit að hún móðir þín les þetta stundum þannig að ég ætla ekki að segja neitt ósiðlega:) nema jú þakka fyrir þetta.. ég hef aldrei borðað jafn margar bollur áður:)

8:04 e.h.  
Blogger Nína said...

Kristín, við höfum rætt þetta. Maður bloggar oftar en einusinni á ári, annars er maður ekki með neitt blogg, nema kannski eitthvað "vonbrigðablogg". Þú skilur mig.

11:34 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home