22.4.05

Roosevelt, Japanir og nasistar, sögutími í H5.
Jabb, kosningabaráttan búin og gekk, að ég held, ágætlega. Hápunkturinn var þó án efa ræðan. Stressið tók yfirhöndina, sviðið varð sleipt undir fótum mér og röddin brást. Það sem verra var, sjónin brást líka og heyrnin. Ég heyrði ekkert, hélt þar af leiðandi að enginn hefði klappað neitt. Það var vond tilfinning. Eini maðurinn sem ég sá var Jón Már, aðrir voru í móðu, þannig að ég horfði bara á hann meðan ég sagði hversu slæmt mætingarkerfið er. Kosningavakan á eftir kl. 15.00, ekki laust við að það sé kominn hnútur í magann!
Þessar myndir komu við sögu í kosningabaráttunni.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home