11.5.05

Kominn tími á smá skrif...?

Kompan er nýmáluð, hrein og fín, Dimissio nálgast og Litlu Ólympíuleikarnir enn hraðar!
Komin á kaf í verkefni, vona að ég kúki ekki upp á bak í þeim öllum. Við Hjalti fengum söguritgerðina okkar til baka í dag, 7,5. Þar fauk nían í áfanganum... ég er ekki sátt. Alls ekki sátt.
Bláber eru frábærir ávextir, ég mæli með öskju á dag og Oprah líka!
Æji enskutími, svo tilgangslaust! Aldrei lærum við neitt nýtt... Leiðinlegt til lengdar.
Ég er nývalið andlit félagsfræðibrautarinnar útávið, allavega útávið til grunnskóla landsins. Það er aldeilis gaman, ég verð að fara í klippingu og semja texta um hversu frábær félagsfræðibrautin er! Sem hún vissulega er. Prrrr!

1 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Hvað er betra en að föndra eitt stórt hópverkefni?

Júbb.. það er að þurfa gera þrjú hópaverkefni í einu!

12:59 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home