18.5.05

Kristín ræðir söguritgerð við kennara sinn:

"Mér finnst þú bara vera steinsm... smásmugulegur Róbert!"

Til hamingju með að vera svona ( ) frá því að segja að kennarinn þinn væri niðurgangur Kristín. Svefn myndi kannski hjálpa til við að finna réttu orðin..?

Til hamingju aftur fyrir að:
- Fara á stjórnarfund.
- Blaðra.
- Fara á Mugison tónleika.
- Blogga.

í staðin fyrir að lesa "Gravskrift for Rödhætte" en ég fer einmitt í munnlegt próf uppúr þeirri bók á morgun. Komin á bls 45, á 130 eftir. Engin svefn frekar en fyrri daginn og áframhaldandi orðaruglingur á morgun, jey!

4 Comments:

Blogger Nína said...

AHAHA! Ekki ofaná þennan góða dag bætandi, þarft þú ekki að kæta mig líka :D Takk fyrir það. Have it good my sister in crime.

8:44 e.h.  
Blogger Hildigunnur said...

Hahahaha! Steinsmugulegur! Þú ættir að fá peningaverðlaun fyrir orðheppni! Elllskan :) Tíhíhííí

1:44 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Þetta var nú lítið þarna um daginn ;)
gott að geta hjálpað eithvað, en ég færi ekki svo góðar fregnir! :S
Félagsfræðilegar rannsóknir þínar standast því miður ekki held ég....
Ég ræddi við gömlu og hún sagði að ég hefði bara verið í 3 mánuði eða eithva!....
smá bakslagur kominn í rannsóknir

8:55 f.h.  
Blogger kristin said...

Jæja jæja, nú er ég aldeilis hlessa!
Humm, ég þarf að víkka rannsóknarefnið út og jafnvel taka inn líffræðilega þætti... Þetta er furðulegt í meira lagi!

12:06 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home