Já halló halló gott fólk. Komin heim frá Eistlandinu góða, vá hvað það var gaman! Reyndar ekki gaman að "beina" flugið okkar endaði með rútuferð til Keflavíkur þar sem það var þoka hér á Akureyri. Þannig að við misstum hálfan dag í útlöndum en fengum að fara í fríhöfnina í staðinn... Jájá. Létum þetta vesen ekki á okkur fá og byrjuðum á að skoða gamla bæinn í Tallinn og fara í mollið góða fyrsta daginn. Gamli bærinn er sumsagt miðaldabær, nánast óbreyttur og girtur af með múrvegg. Mjög flott alltsaman, sérstaklega gott fyrir mig sem er sjúk í allt gamalt. í gamla bænum er líka risastór kirkjuturn, sem var á sínum tíma hæsti turn í heimi. Hægt var að kaupa miða í turninn, við gerðum ráð fyrir því að þetta væri svipað fyrirkomulag og í Hallgrímskirkju, að það væri lyfta upp og útsýnissvæði efst. Nei, þar vorum við alveg að misskilja. Ég dó fjórum sinnum á leiðinni úr andnauð, lofthræðslu, jafnvægisleysi og innilokunarkennd. Þetta var sumsagt örmjór og brattur stigi alla leið, í nánast algjöru myrkri og frekar vonlaust að mæta fólki. Þegar við komumst loksins upp var örmjór tréstigi upp á enn mjórri brún sem var girt af með afskaplega ótraustvekjandi járnhandriði. Þarna átti maður að ganga hringinn í kringum og virða fyrir sér útsýnið en ég sá nú eiginlega bara svart. Hefði átt að fatta um hvað þetta snerist þegar miðakellingin hló að okkur í kaupunum. Engu að síður góð líkamsrækt og lífsreynsla!
Annar dagurinn fór í að keyra um á bílaleigubíl og villast, GPS staðsetningartækið hans pabba kom að ansi góðum notum. Við keyrðum í gegnum fullt af smábæjum og skógum, allt afskaplega fallegt og skemmtilegt. Reyndar skortur á klósett- og mataraðstöðu sem olli pirringi á tímabili en hey! Enduðum líka í hafnarsvæðinu í Tallinn, ekki búin að borða neitt af viti nema morgunmatinn allan daginn. Þar komum við auga á veitingastað og gengum inn. Þar sem við stóðum í gallabuxum með lauf í hárinu og sand á skónum föttuðum við að þetta var sirka 5 stjörnu veitingastaður. Þjónninn var nú ekki viss um hvort hann átti nokkuð að vera að hleypa okkur inn en fyrir einhverja gæsku gerði hann það. Við sátum á bakvið afganskan olíujöfur og eistneskan bankastjóra og vorum svöl. Fengum okkur svo humarsúpu, ég og mamma fengum okkur það meirasta og mest skreytta nautakjöt sem ég hef á ævinni fengið og pabbi og Axel fengu sér villigaltarkjöt. Þessi máltíð kostaði u.þ.b. 2000 kr. á mann. Já góðan daginn. Umm, ég fæ vatn i munninn. Þessi góði dagur endaði svo með miklum villingi um götur borgarinnar þar sem við eyddum klst. í að komast á hótelið.
Þriðja og seinasta daginn notuðum við í að fara einn hring í gamla bæinn og versla, versla, versla! Axel stökk inn á hárgreiðslustofu þar sem voru bara rússneskar jússur með aflitað hár og i skærum bolum að klippa. Kúnnarnir voru gamlir Rússar sýndist mér. Hugrakkur Axel! Þetta var samt i lagi, hárið fínt fyrir utan smá hor sem gellan klíndi í það. Svo fórum við í mollið þar sem ég keypti u.þ.b. 1000 flíkur, nei kannski ekki alveg. En keypti líka múmínálfakönnur, sem er geggjað. Var að bjóða Hildigunni, Gittu og Röggu í te, við drukkum úr könnunum og þær eru finar. Já flott.
Það var náttúrulega bara ótrúlegt að vera með bróður mínum i herbergi á hótelinu. Fyrsta kvöldið sofnaði hann í fötunum og við mamma vorum að reyna að fá hann til að hátta sig.
K: Axel farðu og háttaðu þig.
A: Haltu kjafti.
K: Axel, farðu að hátta þig, þú ert sofnaður.
A: Nei, ég er vakandi (steinsofandi).
K: Þú ert sofnaður, farðu og háttaðu þig!
A: Ég er eins og Pétur Pan, ungur að eilífu og fer að sofa þegar ég vil!
Seinna um nóttina vakna ég og hann er enn í fötunum.
K: Axel! Háttaðu þig!
A: Þegiðu og taktu myndina.
K: Hvaða mynd?
A: Drífðu þig að taka mynd af mér.
K: Get það ekki, gleymdi minniskortinu.
A: Tuuussa.
Hann man að sjálfsögðu ekkert eftir þessu, í seinna skiptið var hann sumsagt að dreyma að hann væri á hommabar og ég átti að taka mynd af honum þar. Eðlilega.
Æji já. Góðar setningar flugu úr mömmumunni í þessari ferð, enskusnillingnum sjálfum. Tommy Hilfiger varð Tommy Hellfinger. Jább. Og: "Haha, kjánar, þau eru með kirkju heilagrar vofu!". (Holy Ghost!) Haha.
Seinasta kvöldið var samt líka ágætt þar sem við Axel stilltum á sænska sjónvarpsstöð, þar var 50 ára afmæli júróvisjón í sjónvarpinu. Axel var rokkaður gæi og hoppaði á rúminu og söng með lögum á borð við Ein bische Frieden, Waterloo og Save your kisses for me. Flottur.
Vá, fjölskylda mín verður ekki ánægð með þessa færslu. Held ég láti staðar numið og fari að sofa bara.
Annar dagurinn fór í að keyra um á bílaleigubíl og villast, GPS staðsetningartækið hans pabba kom að ansi góðum notum. Við keyrðum í gegnum fullt af smábæjum og skógum, allt afskaplega fallegt og skemmtilegt. Reyndar skortur á klósett- og mataraðstöðu sem olli pirringi á tímabili en hey! Enduðum líka í hafnarsvæðinu í Tallinn, ekki búin að borða neitt af viti nema morgunmatinn allan daginn. Þar komum við auga á veitingastað og gengum inn. Þar sem við stóðum í gallabuxum með lauf í hárinu og sand á skónum föttuðum við að þetta var sirka 5 stjörnu veitingastaður. Þjónninn var nú ekki viss um hvort hann átti nokkuð að vera að hleypa okkur inn en fyrir einhverja gæsku gerði hann það. Við sátum á bakvið afganskan olíujöfur og eistneskan bankastjóra og vorum svöl. Fengum okkur svo humarsúpu, ég og mamma fengum okkur það meirasta og mest skreytta nautakjöt sem ég hef á ævinni fengið og pabbi og Axel fengu sér villigaltarkjöt. Þessi máltíð kostaði u.þ.b. 2000 kr. á mann. Já góðan daginn. Umm, ég fæ vatn i munninn. Þessi góði dagur endaði svo með miklum villingi um götur borgarinnar þar sem við eyddum klst. í að komast á hótelið.
Þriðja og seinasta daginn notuðum við í að fara einn hring í gamla bæinn og versla, versla, versla! Axel stökk inn á hárgreiðslustofu þar sem voru bara rússneskar jússur með aflitað hár og i skærum bolum að klippa. Kúnnarnir voru gamlir Rússar sýndist mér. Hugrakkur Axel! Þetta var samt i lagi, hárið fínt fyrir utan smá hor sem gellan klíndi í það. Svo fórum við í mollið þar sem ég keypti u.þ.b. 1000 flíkur, nei kannski ekki alveg. En keypti líka múmínálfakönnur, sem er geggjað. Var að bjóða Hildigunni, Gittu og Röggu í te, við drukkum úr könnunum og þær eru finar. Já flott.
Það var náttúrulega bara ótrúlegt að vera með bróður mínum i herbergi á hótelinu. Fyrsta kvöldið sofnaði hann í fötunum og við mamma vorum að reyna að fá hann til að hátta sig.
K: Axel farðu og háttaðu þig.
A: Haltu kjafti.
K: Axel, farðu að hátta þig, þú ert sofnaður.
A: Nei, ég er vakandi (steinsofandi).
K: Þú ert sofnaður, farðu og háttaðu þig!
A: Ég er eins og Pétur Pan, ungur að eilífu og fer að sofa þegar ég vil!
Seinna um nóttina vakna ég og hann er enn í fötunum.
K: Axel! Háttaðu þig!
A: Þegiðu og taktu myndina.
K: Hvaða mynd?
A: Drífðu þig að taka mynd af mér.
K: Get það ekki, gleymdi minniskortinu.
A: Tuuussa.
Hann man að sjálfsögðu ekkert eftir þessu, í seinna skiptið var hann sumsagt að dreyma að hann væri á hommabar og ég átti að taka mynd af honum þar. Eðlilega.
Æji já. Góðar setningar flugu úr mömmumunni í þessari ferð, enskusnillingnum sjálfum. Tommy Hilfiger varð Tommy Hellfinger. Jább. Og: "Haha, kjánar, þau eru með kirkju heilagrar vofu!". (Holy Ghost!) Haha.
Seinasta kvöldið var samt líka ágætt þar sem við Axel stilltum á sænska sjónvarpsstöð, þar var 50 ára afmæli júróvisjón í sjónvarpinu. Axel var rokkaður gæi og hoppaði á rúminu og söng með lögum á borð við Ein bische Frieden, Waterloo og Save your kisses for me. Flottur.
Vá, fjölskylda mín verður ekki ánægð með þessa færslu. Held ég láti staðar numið og fari að sofa bara.
5 Comments:
Ari: Sendu Axel í meðferð
takk fyrir teið:)
og vettlingana. Jólinn snemma í ár hjá mér:)
þið eruð náttúrulega kjánalegasta fjölskyla á landinu. hah.
Steinunn: Og þessu er maður skyldur... ;)
hahaha, af hverju var ég svona seinn að lesa þessa færslu en greið hann axel...
Skrifa ummæli
<< Home