8.10.05

Ég hef verið klukkuð. En ágætt tækifæri til að byrja að skrifa á ný.

1. Fátt fer jafn mikið í taugarnar á mér og skíthælar og heimskt fólk. Skíthælar eru samt verri en heimskt fólk, því enginn velur sér gáfurnar sjálfur. Í mínum huga spanna skíthælar mjög breitt svið, skíthælar eru meðal annars þeir sem svindla á kerfinu, svíkja undan skatti og þeir sem fara heim þegar það er söngsalur.

2. Ég var í sveit hjá ömmu minni og afa á sumrin frá því ég var fimm ára þar til ég var 16 ára. Amma hafði alltaf fullt af krökkum í sveit, þ.e.a.s. hún fékk börn í skammtímafóstur frá félagsmálastofnun. Einnig fengu börn kunningja hennar oft að vera. Börnin voru eins misjöfn og þau voru mörg, samt voru flest ofvirk eða með annars konar vandamál. Af öllum þessum börnum man ég aðeins eftir 5 stelpum sem komu, það voru alltaf miklu fleiri strákar. Mér samdi líka alltaf betur við þá, sama hversu snargeðveikir þeir voru. Allar þessar stelpur náði ég að græta, rífast við eða hrekja í burtu á einn eða annan hátt. Þær tóku líkast til of mikla athygli frá mér. Ég skrifaði tveimur þeirra andstyggileg bréf og nokkrar reifst ég við og píndi andlega. Ég er ennþá með samviskubit yfir þessu því að amma þurfti að afsaka hegðun mína þegar foreldrarnir hringdu brjálaðir í hana. Ég bara trúi ekki að ég hafi verið svona mikil t****.

3. Það sem fer jafnvel enn meira í taugarnar á mér en skíthælar er þegar nöfn eru fallbeygð vitlaust. Dæmi: Þetta er frá Kristíni. Ég er að fara til Jón Más. Arrrgh!

4. Þegar ég var yngri, og þetta kemur reyndar stundum fyrir ennþá, fór ég í "ástand". Vissi ekki þá, og veit ekki ennþá, hvað ég á að kalla þetta. Þetta lýsti sér þannig að allt í einu sá ég allt gerast á rosalegum hraða í kringum mig, á meðan það er róleg, sefandi rödd í hausnum á mér sem endurtekur og útskýrir allt sem er sagt og gerist. Þetta er eins og að vera á tveimur bylgjulengdum. Þegar ég var yngri leið mér stundum eins og ég væri inni í brennandi húsi og gæti ekki kallað á hjálp, þannig að oft endaði "ástandið" með grátköstum. Ég gat aldrei útskýrt hvernig mér leið. Þetta gerist mun sjaldnar núna en þegar þetta gerist þarf ég að fara í kalda sturtu eða láta einhvern hrista mig svo þetta hætti. Mjög óþægilegt þegar ég var yngri en ég er farin að hafa betri stjórn á þessu núna svo stundum er þetta bara gaman.

5. Ég er fullkomnlega háð foreldrum mínum og sérlega mömmusjúk. Núna er mamma mín t.d. í sveitinni aðra helgi í röð og ég er að deyja úr söknuði. Skælivæl.

Jæja, ég er nú svo sein í þessari klukk-goggunarröð að ég klukka engan.

7 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Af hverju erum vid vinir? Ég er skíthæll sem fallbeygi bara ekki!

8:17 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Af hverju erum vid vinir? Ég er skíthæll sem fallbeygi bara ekki!

8:24 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

AAAAA! Ég flokkast greinilega líka sem "heimskt fólk" þar sem ég gat ekki einu sinni skrifað komment án þess að það kæmi 100x!

8:25 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Hahaha... Jæja Birgitta mín, þetta var samt ekkert hint til þín ég lofa.

9:18 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Jú Kristín, svona getur maður verið mikil t**** án þess að hafa hugmynd um það. Ekki skrýtið að þú sért "móðursjúk" því móðir þín er yndisleg kona :) hahaha! Gaman að þú hafir loksins bloggað!

10:40 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Hey, jó

10:20 f.h.  
Blogger Ari said...

Ég er skíthæll sem elskar að stríða þér, samt þráiru mig

10:12 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home