16.10.05

Nei heyrðu, heyrðu. Ætli maður verði ekki að halda aðeins áfram að tala við sjálfan sig?

Ég hitti samviskuna mína og einnig versta sölumann í heimi í gær. Vá, tveir fyrir einn. Samviskan holdgerfðist sumsagt í unglingsstaula með gelgjubólur sem var á kassa í nýju Samkaup-búðinni fyrir neðan mig. (Of löng setning, passa svona).
Allavega, ég stökk inn til að kaupa tvo lítra af mjólk og geng framhjá ískælinum. Gríp með mér einn Ben&Jerry's með smákökudeigi og geng að kassanum.

Samviskan: Ertu viss um að þú viljir svona?
Kristín: (Trúi ekki mínum eigin eyrum og held að hún sé að setja út á vaxtarlag mitt) Fyrirgefðu?!
S: Já, ertu viss, sjáðu þessi er gegnfreðinn alveg. (Bendir á klakaþekju ofan á lokinu).
K: U, já. (Fer og næ í annan sem er minna frosinn, geng aftur að afgreiðsluborðinu).
S: Nei heyrðu, þessi er ekkert skárri!
K: Ha?
S: Í alvörunni, þú getur ekkert borðað hann svona, þetta er gegnfreðið.
K: U... Ég tek þá bara mjólkina. (Hundfúl).

Á meðan þessu stóð myndaðist að sjálfsögðu röð, en samviskan hélt sínu fram þrátt fyrir það. Ef að hennar nyti við núna væri ég líklegast að gera sálfræðiritgerð, obbobbobb! Fer nefnilega til Tallinn á þriðjudaginn og þarf að klára ansi margt fyrir þann tíma. En mikið hlakka ég samt til að fara til Tallinn, það verður örugglega æði. Segið hvað þið viljið frá útlandinu, samt beint flug þannig ég fer ekki í fríhöfnina.

Smá meira samtalsblogg, er það ekki gott? Við systkinin sátum við eldhúsborðið áðan og mamma var að brasa í eldhúsinu.

M: Viltu samloku elskan mín?
A: Jájá.
M: Hvað viltu inn í hana?
A: Komdu mér á óvart.

Stuttu seinna:

A: Afhverju eru flögur í samlokunni minni!?
M: Það er sörpræsið!

Já, þetta er eðlilegt. Ofureðlilegt alveg.

3 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Þið eruð svo sér á báti stundum:)

Haha..

heyrðu komdu bara heil heim ekkert verra ef þú kemur með gjöfum samt;)

9:08 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Ef þú kemur með gjöf handa mér neyðist ég til að berja þig!
Keyptu eins mikið og þú getur borið fyrir sjálfa þig... það rokkar!

7:08 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

hah, ég elska ben&jerry´s. hver gerir það ekki?
skemmtu þér í útlandi. syngjum svo saman á mánudaginn.
bamm og bæ.

11:18 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home