Já, ég hef ákveðið að vera hetja og taka prumpáskorun Gittu, fyrst stúlknanna. Þetta var líka sérlegur prumpdagur svo það er vel við hæfi.
Leikreglur prumpsins eru á þessa leið:
1. Hvernig prumpari ertu?
2. Lyktarðu undir sængina þegar þú prumpar?
3. Hver finnst þér að stefna íslenskra stjórnvalda eigi að vera á prumpi?
4. Hver býr til verstu prumplyktina?
5. Ein góð prumpusaga!
6. Prumpaðu fimm "vini" þína
1. Veit nú ekki með þessa, er nú bara frekar venjuleg held ég. Svona misjafnt eftir dögum bara. Misjafnt eftir því hvar ég er líka, reyni að hemja mig í skólanum og á öðrum opinberum stöðum en læt allt gossa hér heima! En ósmekklegt.
2. Nei, aldrei. Það er ógeðslegt.
3. Mér finnst að opna eigi umræðu um prump. Þetta á ekki að vera feimnismál, prump er öllum mönnum eðlilegt. Já, kannski ætti að vera svona prumpfræðsla samhliða forvarna- og kynfræðslu í grunnskólum. Væri það ekki ágætt?
4. Sko... Þessi er pínu erfið. Myndi segja pabbi og Axel og í ljósi dagsins í dag kemst Júlíus á þennan lista. Ojbara.
5. Mig langaði að segja eldhús/mágkonu söguna en það er eiginlega pínu "you had to be on msn" saga. Svo ég ætla að segja eina aðra. Það er alltaf sama klósettplanið hjá okkur fjölskyldunni á morgnana. Mamma vaknar fyrst og byrjar, vekur mig svo og við deilum oftar en ekki baðinu í morgunsárið. Kisa verður líka að vera með, henni finnst agalega gaman að sitja á upphitaða gólfinu og horfa á okkur vakna. Einu sinni vorum við saman þrjár á klóstinu og ég heyri rosalegt prump og dágóð fíla fylgir í kjölfarið. Ég horfi hneyksluð á mömmu og hún á mig til baka. Svo segjum við báðar "þetta var ekki ég!" og kom í ljós að kisa hafði hleypt þessum rosafret í loftið. Hefði aldrei trúað að svona fítonskraftur byggi í svona litlu dýri. Æji líka pínu you had to be there saga... kannski eru allar prumpusögur það.
6. Já, ég ætla að prumpa Dagnýju (sem hefnd fyrir prumpusögurnar sem hún lýgur upp á mig!), Arnar, Ara, Eddu og Kristján Einarsson.
Nú er klukkan orðin alltof margt, ég á enn eftir að gera milljón og einn hlut en ætla samt að sofa. Kemur ég.
Leikreglur prumpsins eru á þessa leið:
1. Hvernig prumpari ertu?
2. Lyktarðu undir sængina þegar þú prumpar?
3. Hver finnst þér að stefna íslenskra stjórnvalda eigi að vera á prumpi?
4. Hver býr til verstu prumplyktina?
5. Ein góð prumpusaga!
6. Prumpaðu fimm "vini" þína
1. Veit nú ekki með þessa, er nú bara frekar venjuleg held ég. Svona misjafnt eftir dögum bara. Misjafnt eftir því hvar ég er líka, reyni að hemja mig í skólanum og á öðrum opinberum stöðum en læt allt gossa hér heima! En ósmekklegt.
2. Nei, aldrei. Það er ógeðslegt.
3. Mér finnst að opna eigi umræðu um prump. Þetta á ekki að vera feimnismál, prump er öllum mönnum eðlilegt. Já, kannski ætti að vera svona prumpfræðsla samhliða forvarna- og kynfræðslu í grunnskólum. Væri það ekki ágætt?
4. Sko... Þessi er pínu erfið. Myndi segja pabbi og Axel og í ljósi dagsins í dag kemst Júlíus á þennan lista. Ojbara.
5. Mig langaði að segja eldhús/mágkonu söguna en það er eiginlega pínu "you had to be on msn" saga. Svo ég ætla að segja eina aðra. Það er alltaf sama klósettplanið hjá okkur fjölskyldunni á morgnana. Mamma vaknar fyrst og byrjar, vekur mig svo og við deilum oftar en ekki baðinu í morgunsárið. Kisa verður líka að vera með, henni finnst agalega gaman að sitja á upphitaða gólfinu og horfa á okkur vakna. Einu sinni vorum við saman þrjár á klóstinu og ég heyri rosalegt prump og dágóð fíla fylgir í kjölfarið. Ég horfi hneyksluð á mömmu og hún á mig til baka. Svo segjum við báðar "þetta var ekki ég!" og kom í ljós að kisa hafði hleypt þessum rosafret í loftið. Hefði aldrei trúað að svona fítonskraftur byggi í svona litlu dýri. Æji líka pínu you had to be there saga... kannski eru allar prumpusögur það.
6. Já, ég ætla að prumpa Dagnýju (sem hefnd fyrir prumpusögurnar sem hún lýgur upp á mig!), Arnar, Ara, Eddu og Kristján Einarsson.
Nú er klukkan orðin alltof margt, ég á enn eftir að gera milljón og einn hlut en ætla samt að sofa. Kemur ég.
6 Comments:
bwahahha..gott að þú lést þetta koma þrisvar:)
þú ert jafnógeðsleg og ég hélt..
að tala um svona hluti á opinberum vettvangi og vera síblótandi!
þér er ekk viðbjargandi!
en ég mun hugsa þetta í svona 2vikur og sjáum svo hvað gerist. Kristján er örugglega farinn að gráta núna.
edda
Hehe þætti gaman að sjá eina svona prumpukynningu... Væru þá ráð um hvaða stellingar séu bestar eftir hverju tilfelli og réttu mataræði til að framleiða sem besta lykt.
hahaha en ógeðslega fyndin prumpusaga. og líka þessi um júlla.
Hahaha, frábært hugtak þetta: "You had to be on msn" saga.
Þessi athugasemd hefur verið fjarlægð af stjórnanda bloggs.
Skrifa ummæli
<< Home