9.11.05

Er það punktablogg? Ég held nú það!

- Fregnir herma að ég sé besti umsjónarmaður Kompunnar sem sögur fara af. Reyndar er ég bara þriðja í röðinni en hey, það toppa ekki allir allsherjar afþurkun og ryksugun á frídegi.

- Ég vakti til klukkanaðverðaþrjú í nótt við að "læra" fyrir 15% sálfræðipróf sem var svo algjör skita. Ég hef verið einstaklega mikið kollekt seinustu tvær nætur og kúrt hjá Gittu á vistinni, fyrirgefðu þú.

- Í gær sat ég einsoghálfstíma skólaráðsfund sem fór að mestu leyti í að endurskrifa lagagerðir í loftlausri Meistarastofu. Gaman.

- Mér, og fleirum, varð heitt í hamsi þegar við skunduðum á Ráðshústorg ásamt kennurum til að mótmæla styttingu náms til stúdentsprófs. Þorgerður Katrín kom svo í skólann til að taka við áskorun frá bekkjaskólunum í landinu og hélt sig rétt fyrir utan Meistarastofu, ekki séns að hún kæmi inní Kvos og tæki við fyrirspurnum. Bjáni.
Aðgerðir eru í vinnslu - dúmmdúmmdúmm!

Dialog gærdagsins:

Spurt var hvort Þorgerður Katrín tæki við fyrirspurnum frá nemendum.

Þorgerður: Æ, byrjið þið ekki á samræmdu prófunum.
Ásgeir: (0,1 sek. síðar) Já, byrja þú ekki á samræmdu prófunum!

En sniðugur Ásgeti. Eins og köttur.

2 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

strákurinn ætti náttúrlega að fá silfurugluna fyrir þetta kombakk. ójá. feis gerða!

5:19 e.h.  
Blogger elfa said...

ohh ég sakna ásgeirs og hans talanda... sakna emma ef við förum útí þá sálma, ekki þínum emmma samt bergþóra, hann getur átt sig ;)

10:28 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home