27.11.05

Trabant, Trabant...

Eruð þið að grínast með sveittasta djamm sem djammað hefur verið? Vaknaði í morgun með maskara út um allt, svita og kampavín í hárinu, glimmer á ólíklegustu stöðum og rautt naglalakk útum alla hendi. já, einhvern veginn datt mér það í hug að naglalakka mig þegar ég kom heim klukkan fimm í morgun, á meðan ég talaði í símann.
Fólk bert að ofan, reyndar færri berir að neðan (gerðum þó heiðarlega tilraun á Sverri). Ölið flæddi og ólíklegasta fólk ruglaði reitum. Jeminn.

Nú er næst á dagskrá að koma ofan í mig ætum bita áður en ég flýg suður. En ótrúleg helgi, Sigurrós í kvöld. Vow, amazing. Tek með mér bækur um Jónas Hallgrímsson og Gunnarshólma sem er uppáhalds ljóðið mitt í öllum heiminum. Þarf að flytja fyrirlestur um leið og ég kem heim á morgun, hresst.

Kveðja Kristín, sem er bersýnilega í ruglinu en ótrúlega ánægð þrátt fyrir það.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home