14.11.05

Slök helgi búin. Auk almennra leiðinda er helst að frétta að ég fékk taugaáfall, tvisvar.
Taugaáfall part 1: Kisa ákvað að vera sérstaklega góð við mig aðfaranótt laugardags og kom inn í herbergi með fugl í kjaftinum. Ég var sem betur fer vakandi. Um leið og ég sá fuglinn fraus ég í nokkrar sekúndur, öskraði svo af lífs og sálar kröftum og þaut niður í rúm til mömmu og pabba á ljóshraða. Þar skalf ég og titraði meðan pabbi fór í björgunarleiðangur uppí herbergi. Hann fann ekki fuglinn en sá köttinn þjóta niður. Að lokum ákvað hann að hún hlyti að hafa farið með fuglinn aftur út. Ég ætlaði ekki að þora að sofa uppí herberginu með fuglinn ófundinn en féllst loks á það.
Taugaáfall part 2: Kl. 09:00 um morguninn blandast þyrluhljóð inn í annars hugljúfan draum. Eftir stutta stund fatta ég að ég heyri ekki í þyrlu, heldur er þetta vængjasláttur. Fuglinn flýgur um í herberginu og yfir hausnum á mér. Ég fleygi sænginni yfir mig, frýs og öskra svo ótrúlega hátt. Þrátt fyrir það vaknar enginn í húsinu og ég skýt hendinni undan sænginni, eftir að hafa safnað kjarki í smá tíma og hringi niður. Ég skalf og titraði í svona klst. eftir að pabbi náði fuglinum og stakk hausnum ekki undan sænginni fyrr en að mamma var búin að týna allar fjaðrir í herberginu. Og já, ég grét.

Það er alveg spurning um að fara að leita til sálfræðings?

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home