Svo margt sem mig hefur langað að skrifa hér inn seinustu daga en ekki haft tíma til. Klukkan er hálfsex að morgni, ég var að koma af Páli Óskari í Sjallanum, hann er æði og ég er úldin.
Seinasta helgi fær verðlaun fyrir að vera þéttasta, og jafnvel besta helgi lífs míns.
Föstudagur: Fór með Ottó á jólaskemmtun á Svalbarðseyri (nb. í nóvember) til að hlusta á bróður Baldurs spila á gítar og syngja. En rosalega súrrealískt. Þetta var samt ótrúleg skemmtun og ótrúleg tónlist. Hlakka til að heyra meira frá honum. Þegar að jólatrésskemmtuninni lauk fórum við Baldur og Ottó á ljóðakvöld í Populus Tremula. Þar voru fyrir Arnar, Ari, Steinunn, Ásgeir og fleiri hressir, m.a. heimspekikennari í VMA sem var að gera góða hluti fyrri hluta lestursins og slæma þann seinni.
Laugardagur: Sigga, Edda, Þórný og ég ákváðum að halda stelpukvöld. Öllum að óvörum reyndist ég mesta stelpan í hópnum og átti góðar syrpur. (Gloss Sigga, gloss) Einnig eyddi ég mestum pening í nammi en borðaði líklega minnst því ég týndi því alltaf. (Hvernig er hægt að týna nammi trekk í trekk?) Við fórum sumsagt á Harry Potter sem reyndist sérdeilis prýðileg skemmtimynd þó bókin sé betri. Edda náði að láta mig líta út fyrir að vera fatafella þegar ég stóð upp í auglýsingum og klæddi mig úr jakkanum. Hún byrjaði strax að blístra og flauta svo ég varpaði mér niður í sætið aftur og leit ekki upp fyrr en myndin byrjaði. Fullt af busastrákum í salnum, hvað ætli þeir haldi...
Seinni hluti kvöldsins fór svo í fyrrumfjallaða Trabant tónleika og þykir mér rétt að hafa ekki fleiri orð um þá.
Sunnudagur: Flaug til Reykjavíkur um miðjan dag og náði að smygla mér uppí Kringlu. Þar væsklaðist ég um í góðra vina hópi þar til að Sigurrósar tónleikarnir hófust. Tónleikarnir voru... eitthvað sem orð geta ekki alveg lýst. Ég veit það bara að þeir höfðuðu til næstum allra skynfæra og náðu að snerta einhverjar tilfinningar sem eru lengst inni. Ég fæ örari hjartslátt og skrýtna tilfinningu bara þegar ég hugsa um þetta kvöld. Fékk svo kærkomið far heim með pabba Egils og Elfu, takk fyrir það, og við vorum mettíma á leiðinni.
Í gær:
Loksins rann árshátíðarkvöldið upp. Þrátt fyrir stress í undirbúningnum og á kvöldinu sjálfu þá er ég ótrúlega ánægð og stolt. Bæði af mér, stjórninni og svo öllu þessu hæfileikaríka og frábæra fólki sem skólinn státar af. Þetta er einstakt.
Seinasta helgi fær verðlaun fyrir að vera þéttasta, og jafnvel besta helgi lífs míns.
Föstudagur: Fór með Ottó á jólaskemmtun á Svalbarðseyri (nb. í nóvember) til að hlusta á bróður Baldurs spila á gítar og syngja. En rosalega súrrealískt. Þetta var samt ótrúleg skemmtun og ótrúleg tónlist. Hlakka til að heyra meira frá honum. Þegar að jólatrésskemmtuninni lauk fórum við Baldur og Ottó á ljóðakvöld í Populus Tremula. Þar voru fyrir Arnar, Ari, Steinunn, Ásgeir og fleiri hressir, m.a. heimspekikennari í VMA sem var að gera góða hluti fyrri hluta lestursins og slæma þann seinni.
Laugardagur: Sigga, Edda, Þórný og ég ákváðum að halda stelpukvöld. Öllum að óvörum reyndist ég mesta stelpan í hópnum og átti góðar syrpur. (Gloss Sigga, gloss) Einnig eyddi ég mestum pening í nammi en borðaði líklega minnst því ég týndi því alltaf. (Hvernig er hægt að týna nammi trekk í trekk?) Við fórum sumsagt á Harry Potter sem reyndist sérdeilis prýðileg skemmtimynd þó bókin sé betri. Edda náði að láta mig líta út fyrir að vera fatafella þegar ég stóð upp í auglýsingum og klæddi mig úr jakkanum. Hún byrjaði strax að blístra og flauta svo ég varpaði mér niður í sætið aftur og leit ekki upp fyrr en myndin byrjaði. Fullt af busastrákum í salnum, hvað ætli þeir haldi...
Seinni hluti kvöldsins fór svo í fyrrumfjallaða Trabant tónleika og þykir mér rétt að hafa ekki fleiri orð um þá.
Sunnudagur: Flaug til Reykjavíkur um miðjan dag og náði að smygla mér uppí Kringlu. Þar væsklaðist ég um í góðra vina hópi þar til að Sigurrósar tónleikarnir hófust. Tónleikarnir voru... eitthvað sem orð geta ekki alveg lýst. Ég veit það bara að þeir höfðuðu til næstum allra skynfæra og náðu að snerta einhverjar tilfinningar sem eru lengst inni. Ég fæ örari hjartslátt og skrýtna tilfinningu bara þegar ég hugsa um þetta kvöld. Fékk svo kærkomið far heim með pabba Egils og Elfu, takk fyrir það, og við vorum mettíma á leiðinni.
Í gær:
Loksins rann árshátíðarkvöldið upp. Þrátt fyrir stress í undirbúningnum og á kvöldinu sjálfu þá er ég ótrúlega ánægð og stolt. Bæði af mér, stjórninni og svo öllu þessu hæfileikaríka og frábæra fólki sem skólinn státar af. Þetta er einstakt.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home