"Less is more" eru einkunnarorð sem seint munu eiga við Schiöth fjölskylduna í Huldugili. Fjögurra metra hátt jólatréð, magn gjafa, skrauts og matar eru nóg til að staðfesta það.
Ég ligg hér, hálf-afvelta á meltunni og virði fyrir mér gjafirnar. Ég skal vinna sjálfboðastarf hjá Rauða krossinum í heilt ár einhvern daginn, ég sver það, til að bæta þetta upp. Jeminn. Neyslufyllerí og brjálæði, en notalegt.
Gærkvöldið var afar skemmtilegt, allt var hefðbundið. Axel steingleymdi að vera sá kúl gæji sem hann er orðinn og breyttist í fimm ára ofvirkt barn. Yndið. Pabbi var aðeins nokkrum þroskastigum fyrir ofan hann. Í hvert skipti sem hann fékk gjafir, flestar voru einhvers konar Atlasar og bækur um GPS, lyfti hann bókunum yfir höfuð sér og öskraði "VÚHÚ! JEYJEYJEYJEY!" Hahaha, þá hló ég. Mamma var spök, eyddi hálfu kvöldinu í að plokka pappír og límband af stálausu sem ég gaf henni í aukagjöf og pakkaði ansi vel inn. Múhaha. Sjálf var ég ringluð yfir gjöfum og átti erfitt með að ákveða hvaða bók ég átti að byrja að lesa. Yosoy varð fyrir valinu, svo ótrúleg vel skrifuð en jafnframt virkilega óhugnaleg. Ótrúleg, kláraði hana í nótt. Auk Yosoy fékk ég Stóru orðabókina um íslenska málnotkun, vá hvað hún er flott. Síðan fékk ég Veronika ákveður að deyja, ætla að byrja á henni eftir hálftíma eða svo. Axel gaf mér The Chronicles of Narnia, allar sjö bækurnar. Skólabækurnar verða að bíða, só sorrý.
Auk bóka fékk ég Fondue pott, sé fram á jarðaberja-súkkulaði veislur og ostafondúpartý. Namm. 10 rússneskar, handmálaðar babúskur, ótrúlega flottar. Teketil, mjólkurkönnu og sykurkar úr Frúnni í Hamborg, tilvalið fyrir næsta teboð Sigga mín. Vá, svo mikið af gjöfum, Hjálmageisladiskur, DVD myndir, ferðataska, kjóll, bolur, sápur og bodylotion, bleikar náttbuxur og ég veit ekki hvað og hvað. Mikið gaman og mikið grín.
Jæja, heimalagaði Toblerone ísinn með rjómanum og heitu karamellusósunni bíður... Ég dey!
Ég ligg hér, hálf-afvelta á meltunni og virði fyrir mér gjafirnar. Ég skal vinna sjálfboðastarf hjá Rauða krossinum í heilt ár einhvern daginn, ég sver það, til að bæta þetta upp. Jeminn. Neyslufyllerí og brjálæði, en notalegt.
Gærkvöldið var afar skemmtilegt, allt var hefðbundið. Axel steingleymdi að vera sá kúl gæji sem hann er orðinn og breyttist í fimm ára ofvirkt barn. Yndið. Pabbi var aðeins nokkrum þroskastigum fyrir ofan hann. Í hvert skipti sem hann fékk gjafir, flestar voru einhvers konar Atlasar og bækur um GPS, lyfti hann bókunum yfir höfuð sér og öskraði "VÚHÚ! JEYJEYJEYJEY!" Hahaha, þá hló ég. Mamma var spök, eyddi hálfu kvöldinu í að plokka pappír og límband af stálausu sem ég gaf henni í aukagjöf og pakkaði ansi vel inn. Múhaha. Sjálf var ég ringluð yfir gjöfum og átti erfitt með að ákveða hvaða bók ég átti að byrja að lesa. Yosoy varð fyrir valinu, svo ótrúleg vel skrifuð en jafnframt virkilega óhugnaleg. Ótrúleg, kláraði hana í nótt. Auk Yosoy fékk ég Stóru orðabókina um íslenska málnotkun, vá hvað hún er flott. Síðan fékk ég Veronika ákveður að deyja, ætla að byrja á henni eftir hálftíma eða svo. Axel gaf mér The Chronicles of Narnia, allar sjö bækurnar. Skólabækurnar verða að bíða, só sorrý.
Auk bóka fékk ég Fondue pott, sé fram á jarðaberja-súkkulaði veislur og ostafondúpartý. Namm. 10 rússneskar, handmálaðar babúskur, ótrúlega flottar. Teketil, mjólkurkönnu og sykurkar úr Frúnni í Hamborg, tilvalið fyrir næsta teboð Sigga mín. Vá, svo mikið af gjöfum, Hjálmageisladiskur, DVD myndir, ferðataska, kjóll, bolur, sápur og bodylotion, bleikar náttbuxur og ég veit ekki hvað og hvað. Mikið gaman og mikið grín.
Jæja, heimalagaði Toblerone ísinn með rjómanum og heitu karamellusósunni bíður... Ég dey!
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home