22.12.05

Ég er Skröggur. Jólafríinu fylgja ofát, tiltekt og lítill félagsskapur. (Ragga og Gitta, ég sakna ykkar!)
Nú ætla ég að reyna að hafa áhrif á eigin aðstæður, finna lykillinn að velgengni og framförum, beita huglægri atferlismeðferð... sjálfshjálparspólur og pollýönnur og bækur um árangur...

Ég lýsi ofáti stríð á hendur og fer í innkaupaleiðangur á morgun. Á innkaupalistanum er eftirfarandi:

Grænn Kristall plús í litravis
Melóna
Mandarínur í massavis
Gúrka
Vínber
Haframjöl
Rúsínur
Hnetur
Vatnslosandi te
Dökkt súkkulaði (Hey, hollara en venjulegt!)
Hafrafras
Gulrætur
Tómatar
Spírur
Mangósafi

Síðan ætla ég að setja mér það markmið að fá mér alltaf af þessum mat áður en ég borða hamborgarahrygg, smákökur, konfekt eða drekk jólaöl. Þannig get ég verið búin að metta mig og fengið mér svo af hinu í hófi. (Þetta yrði þá reyndar í fyrsta skiptið sem ég sýni hóf, en allt í lagi.) Gangi mér vel með þetta!

Ég get því miður ekki rekið upp neina herör gegn tiltektinni, mamma er ekki ánægð með svoleiðis stæla. Verð bara að bíta í það súra epli að eyða megninu af morgundeginum með tusku í hönd. Kemur.

Að leiðast er næstum verst í heimi. (Lúxusvandamál, en allt í lagi.) Loksins þegar maður hefur tíma til að eyða í vini sína flykkjast allir í burtu. Ég óska því og lýsi eftir félögum sem vilja spjalla við mig á msn, fara með mér í bíó, í bíltúr, á kaffihús, á lífið o.s.frv.

Heimilisfang: Huldugil 2-104
Simi: 6634810
msn: kristinhelga@gmail.com

Nú ætla ég að halda áfram með Veröld Soffíu. Lifið heil og hafið samband. Góðar stundir.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home