21.12.06

Kósýheit...

Jólafríið byrjar vel, fyrir utan kvef og hálsbólgu. Það tekur því þó ekki að væla um svoleiðis lagað. Sit við eldhúsborðið, nýbúin að klára fimm diska safn jólalaga Sufjan Stevens. Rótsterkt kaffi með jólasmákökum fór vel með tónlistinni. Á milli þess sem ég les mér til um Ísrael-Palestínu og skoða fréttir af aurskriðum, flóðum og láti Túrkmenbashi (ég er sjokkeruð yfir þeim fregnum) haka ég við einstaklinga í exel skjali og fletti einum og einum upp í símaskrá. Ætli Ottó sé ekki eini 18 ára drengurinn sem að sendir 45 jólakort, setur viðtakendur upp í lista í exel skjali (litskreyttu) og semur frumsamda vísu í kortin? Sjálf sendi ég engin jólakort... Leti.

Æi það er samt gott að vera aðeins löt. Jólafríið verður nýtt í að hlaða batteríin umfram annað. Ég geri ekki miklar væntingar til afkasta í námi, betra að vera raunsæ. Það er þó full þörf á því að glugga í bækur í einhverjum fögum og ætli ég reyni ekki að vinna í blessaðri ritgerðinni í fríinu. Fór á fyrsta fund með Sigurði Ólafssyni á þriðjudaginn og honum leist svona ansi vel á þetta hjá mér, það fyllti mig a.m.k. vinnugleði.

Oh mig langar að stinga negulnöglum í appelsínur. Held ég geri það í kvöld.

Þar sem ég sendi engin jólakort vil ég óska öllum ættingjum, vinum og kunningjum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. Takk fyrir samverustundir á árinu sem er að líða.

Kristín Helga.

8 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

fattaði allt í einu að ég kvaddi engan og óskaði engum gleðilegra jóla! hvað ég er mikið jólabarn;)

Gleðileg Jól

9:55 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Takk fyrir fallegt og upplífgandi athugasemd á bloggið mitt.

Verð bara að segja þér að hún amma talaði einmitt um ljóshærða, ljúfa stelpu í skólanum mínum sem hefði verið svo rosalega góð við sig. Hún tók það fram að fallegri stelpu hefði hún ekki séð lengi. Sagði þig geisla frá þér orku.

Hafðu það sem allra best á jólunum og reyndu að slappa af og lesa sem mest! Sjáumst á nýju ári.

P.S. Amma setti alltaf negulnagla í appelsínu og geymdi hana svo í kanil í tvær vikur. Svo setti hún rauðann borða utan um hana og hengdi upp.
Jólin koma ekki án dásamlegu lyktarinnar...

1:06 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

ég er í sama pakka og þú með jólakortin...Gleðileg jól og takk fyir gamla árið:)

3:45 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Ragga, kveðjur og jól eru bara fyrir aumingja! Jólin eru ekki til.

Ný Batterí? Ég fæ tár...

12:12 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Ég ætla nú bara að þakka fyrir kveðjuna sem ég fékk hjá Vilhelm.

12:25 e.h.  
Blogger Nína said...

Gleðileg jól sæta barn. Hlakka til að sjá þig í jan. Reyndu að koma á þrettándanum, þá verður glatt á Njalla!

1:58 e.h.  
Blogger Nína said...

Ah já og kærar þakkir fyrir jólakortið, það gladdi mig mikið.

1:58 e.h.  
Blogger kristin said...

Gleðileg jól Ragga mín, ég hlakka til að sjá þitt fagra fés :)

Elsku Axel, takk fyrir þetta. Þetta er eitt það fallegasta sem ég hef lesið og þykir vænt um þessa sögu. Hlakka til að sjá þig galvaskan á nýrri önn :)

Sömuleiðis Theukrútt.

Haha tár og hár. Sakn í krukku Glitfríður.

Hahahahaha Erla, svipurinn á þér þegar ég réðst á þig heima hjá Arnþóri annan í jólum og ætlaði að knúsa þig! Þú varst svo hrædd! Hahaha.

Gleðileg jól elsku Nína, sakn sakn og hlakk hlakk til að koma í heimsókn á Njáls einhvern tíman á næstunni!

5:55 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home