1.1.07

Gleðilegt nýtt ár!

Það er farið að styttast í annan endann á þessu ótrúlega góða jólafríi. Það besta hingað til? Allavega mjög viðburðarríkt og notalegt. Lítið um skyldur og lítið lært, en ég hef nú ekki áhyggjur af svoleiðis löguðu enn sem komið er. Ég er búin að þeytast eins og skopparakringla á milli bæjarfélaga - Akureyri, Dalvík, Akureyri, Skagafjörður, Akureyri, Dalvík - Svona voru seinustu dagar. Þeir einkenndust jafnframt af veisluhöldum, vandræðalegum augnablikum, góðri tónlist, flugeldasprengingu við jörðu niðri, fjölda fólks sem er ó svo gaman að hitta og skemmta sér með, braghendu (ég kann sko að kveða stemmu), ljóðalestri, innilokuðum bíl, áramótafagnaði og almennri yfirgengilegri gleði og ánægju.

Áramótaskaupið var það besta sem ég hef séð. Mig langar að sjá það aftur, verð að semja við einhvern sem tók það upp. Engin áramótaheit voru strengd (tjah, kannski bílpróf..?) og völvuspáin er jafn mikið bull og alltaf. Árið 2007 leggst vel í mig og ef það verður jafn viðburðarríkt og skemmtilegt og seinasta ár var þá prísa ég mig sæla. Það er von á svínslega löngum myndskreyttum annál og uppgjöri við tvöþúsundogsex á þessa síðu í náinni framtíð, stei tjúnd.

Kristín.

3 Comments:

Blogger Helga said...

Mosi bróðir tók það upp. Getur kannski fengið að semja við hann :)

2:30 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

vona að allt hafi orðið þér til gleði þessi jólin, og takk fyrir kortið!

xx

4:55 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Vinnuru í Isabellu, Kristín Helga?

12:56 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home