30.3.07

Smá upplýsingar í flýti:

Á eftir munum við Ragga Ýr fljúga með Hljóðnemann suður fyrir keppnina í kvöld. Ekkert kjánalegt eða neitt að sitja með þennan virðulega grip í fanginu í flugvélinni.

Ég tek á móti tölvu fyrir hönd nemendafélagsins á keppninni. Stuð.

Menntamálaráðuneytið er alveg að fara með mig...

Fleiri menntamálayfirvöld (ef svo má komast að orði) eru einnig að fara með mig. Hvert veit enginn.

Hinsvegar veit ég vel að ég er að fara til Osló í fyrramálið. Að gera hvað og nákvæmlega hvers vegna liggur ekki ljóst fyrir. Slökun? Hljómar vel.

Páskafríið mun fara í nám. Eingöngu, jú og kannski skýrslugerð og svo einn hitting með gömlu stjórninni.

Verð að þjóta.

4 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

hooo (innsog)
mig langar til oslo.
verdur tu komin heim 10. apríl?

4:18 f.h.  
Blogger Tóta said...

Sakna tín Kristín! Njóttu afslöppunarinnar í Osló...tad verdur ad vera annar gömlu stjórnarhittingur tegar ég kem heim!! Knús

2:54 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Vei vei, gamla stjórnin rúllar. Lítill fugl hvíslaði það að mér að Palli verður í sjallanum. Eins sorglegt og það nú er þá verðum við líklegast fyrst á staðinn, ekki satt? Skemmtu þér rosa vel í Osló gella. Get ekki beðið eftir að hitta ykkur:)

9:07 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

En gott plan. Hafðu gaman í Osló.

10:40 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home