6.4.07

Svipmynd af Osló

Í Osló borðaði ég knækkebrod með brunost, brauð með makríl eða kavíar og eggjum og lax í morgunmat. Namm. Osló er blanda af gömlu og nýju og það er ómögulegt að rata þar. Eins og risastórt sveitaþorp byggt í hólum og hæðum. Oslóarbúar er líka svo heppnir að eiga listasafn með verkum eftir Munch. Þrátt fyrir að Ópið og Madonna hafi verið í viðgerð var ótrúlegt að labba í gegnum safnið. Einnig var gaman að skoða stafkirkju og aðrar fornar byggingar og borða steinsteikta lefsu með smjöri. Já og sitja úti í norskri páskasól (sem er mun heitari en sú íslenska) og fá sér en öl. Osló er mun fjölmenningarlegri heldur en Reykjavík, það er í raun varla sambærilegt. Í úthverfum hafa þróast útlendingabyggðir (Breiðholt í framtíðinni?) og norsk kona sagði mömmu að ef að maður tæki "trikken" eða strætó í hálftíma, frá ríku hverfi til fátækara, lækkaði meðallífaldur um 10 ár á milli svæða. Talandi um trikken, við tókum hann útum allt og mamma og pabbi kunnu enn á hann. Það eru rúm 20 ár síðan að mamma hefur farið út en hún bjó í borginni í sex ár, pabbi í átta. Því var þetta nostalgíuferð af þeirra hálfu og við gengum um svæði dýralæknaháskólans og um fleiri gamlar slóðir. Mér finnst allar norskar stelpur líta eins út, það hræddi mig smá. Þær eru allar eins vaxnar, grannar og hávaxnar, með ljósar strípur, eins málaðar og með stór sólgleraugu. Það fer svo eftir efnahag hvort þau eru frá H&M eða D&G. Norðmenn eru að þessu leytinu til nokkuð einsleitir, innfæddir það er. Þeir töluðu líka norsku við mann. Ef að ég ávarpaði afgreiðslumann á ensku svaraði hann á norsku. Það var reyndar dálítið skemmtilegt því þá ullaði ég útúr mér dönsk/norsk/íslenskunni minni á móti. Við fórum líka í mat til Gunnu frænku (ömmusystur, hressasta gellan í bænum). Hún á brjálaðan tengdason sem talaði við mig á fullum hraða og gott betur. Hraðnámskeið í norsku ásamt köldu borði hefði verið góð yfirskrift á kvöldinu. Osló á líka ágætis úrval af verslunum og það eru heilar þrjár H&M búðir í miðbænum. Allar alveg hreint prýðilegar, ég gáði. Ég er þó enn með blöðrur á fótunum eftir að við gengum nokkra kílómetra í skóginum fyrir ofan borgina og daginn eftir fórum við mamma í verslunarleiðangur. Ég held að seinni dagurinn hafi reynt meira á. Í fjöllunum fengum við okkur fyrst kakó og eplaköku á fjallaveitingastað og gengum svo niður að Holmenkollen, stóra skíðastökkpallinum. Ekki hafa áhyggjur, enginn fótbrotnaði. Skilji hver sem vilji.

Ég er sumsagt komin heim og er grasekkja. Ottó stakk af á sjó í páskafríinu, sniðugur. Nú bíð ég eftir að hann hringi úr lélegasta síma í heimi svo ég geti sagt honum að við eigum miða á Björk, Antony og Hot Chip. Óheppinn hann að stinga af, þá ákveð ég bara svona hluti fyrir hann. Hlakka poggu til.

Ég hlakka líka svo mikið mikið mikið til að útskrifast og fara að skipuleggja næsta ár af alvöru. Mamma gaf mér Lonely planet bók um Síberíuhraðlestina og ég get ekki hætt að lesa. Rússland, Mongólía, Kína og hver veit hvað fleira...

Í tilefni af föstudeginum langa, Golgatahæð eftir Munch:E.s. Hrós til Vantrúarmanna sem héldu bingó í dag.

6 Comments:

Blogger elfa said...

svo sannarlega má kenna henni um margt, en mér líður þó betur að vita ástæðu þessa kvimleiðakvilla

5:09 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

En skemmtilegt ferðasögublogg. Mér brá reyndar svolítið þegar ég las að Madonna hefði verið í viðgerð, hélt ég væri ekki nógu vel inni í breska slúrðinu - en áttaði mig. Auli.is.
Takk fyrir kveðjuna á msn um daginn og ég bið að heilsa sjóararnum með skírlífsbeltislykilinn.

7:42 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

þegar þú varst í noregi, sást þú þá manninn á fjallahjólinu sem datt á hausinn rétt eftir að hafa stigið út úr lestinni? var það ekki fyndið?

9:36 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Oh gaman að lesa. Elska Noreg og elska brun ost. Á eitt stykki hérna heima. Takk fyrir síðast snúlla. Bið að heilsa Tóa litla:)

10:14 e.h.  
Blogger Erla Elíasdóttir said...

hvað borðaru á akureyri?

7:03 e.h.  
Blogger kristin said...

Það er gott að Vísindavefurinn og ég getum hjálpað Elfa :)

Haha, vá hvað ég var lengi að átta mig á þessu með sjóarann. Ég sakna þín. Ískyggilega - komdu heim!

Haha, Árni nei ég sá þetta ekki. Sagði Axel þetta?

Brunost rúlar Sigga. Skila kveðjunni.

Uu... Aðallega brauð. Já.

1:02 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home