Þessi jólin bárust fjölskyldunni fjölmörg jólakort, þrjú þeirra stóðu uppúr að mínu mati. Það fyrsta var frá Sigurði Bjarklind til föður míns. Pabbi harðbannaði mér að segja hvernig það hljómaði. Óheppin þið, það er mjög fyndið.
Kristján Einarsson sendi okkur systkinunum kort. Kortið hans til mín hljóðaði svo:
Elsku Kristín.
Megir þú eiga gleðileg jól og farsælt komandi ár. Þakka fyrir það líðandi. Með von um minni viðreynslu á komandi ári farsælu, þinn vinur, Kristján Einarsson.
Já, elsku Kristján, ég skal svo sannarlega reyna að hemja mig á nýju ári. Set það í áramótaheitalistann. Kortið til bróður mins var eiginlega enn fyndnara, þori samt ekki að skrifa það hér.
Héðan úr bælinu er helst að frétta að tveimur bókum hefur verið slátrað síðan á aðfangadagskvöld. Yosoy og Veronika ákveður að deyja. Mæli með þeim báðum. Mæli hinsvegar ekkert sérstaklega með að vera jafn úldin og ég. Eins gott að ég fari að koma mér úr þessum skærbleiku og yndislegu náttbuxum, sem stjórnarstelpurnar gáfu mér, og í glimmergallann. Já, þið heyrðuð rétt kæru félagar, svo framarlega að ég nái að vakna almennilega verður glimmerdjamm í kvöld. Ó en gaman.
Sturta og meðþví? Held nú það! Sjáumst.
Kristján Einarsson sendi okkur systkinunum kort. Kortið hans til mín hljóðaði svo:
Elsku Kristín.
Megir þú eiga gleðileg jól og farsælt komandi ár. Þakka fyrir það líðandi. Með von um minni viðreynslu á komandi ári farsælu, þinn vinur, Kristján Einarsson.
Já, elsku Kristján, ég skal svo sannarlega reyna að hemja mig á nýju ári. Set það í áramótaheitalistann. Kortið til bróður mins var eiginlega enn fyndnara, þori samt ekki að skrifa það hér.
Héðan úr bælinu er helst að frétta að tveimur bókum hefur verið slátrað síðan á aðfangadagskvöld. Yosoy og Veronika ákveður að deyja. Mæli með þeim báðum. Mæli hinsvegar ekkert sérstaklega með að vera jafn úldin og ég. Eins gott að ég fari að koma mér úr þessum skærbleiku og yndislegu náttbuxum, sem stjórnarstelpurnar gáfu mér, og í glimmergallann. Já, þið heyrðuð rétt kæru félagar, svo framarlega að ég nái að vakna almennilega verður glimmerdjamm í kvöld. Ó en gaman.
Sturta og meðþví? Held nú það! Sjáumst.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home