24.3.06

Það er margt búið að ganga á undanfarna daga. Ratatoskur gekk með endæmum vel, fullt af skemmtilegum fyrirlestrum og námskeiðum sem ég gat farið á, þrátt hlaup um skólann og planleggingar. Nú er bara næst að brasa í Gettu betur ferðinni og menningarferð. Vúhú.

----------------------------------------------------------------------------------------------------

Mér líður skringilega. Ég get engan veginn ákveðið í hvernig skapi ég er, eða hvað ég vil gera. Það vofir eitthvað yfir, ég veit ekki hvað. Nú er erfitt að segja hvaða stefnu ég tek næst, það verður þó líklega ein af þessum fjórum:

1. Að gráta yfir harmi heimsins, ungdóms á Akureyri, mansali í Eystrasaltslöndum, ungbarnadauða í Afríku, fordómum, illri meðferð íslenskra stjórnvalda á gömlu fólki, trúarofsækismönnum hvar sem er, týndum tilfinningum og öðru sem mér dettur í hug. Sleppa því svo að þvo mér um hárið, hlusta á angurværa og þunga tónlist sem er gott að gráta við, lesa rússneskar bókmenntir, fá svo í endann uppljómum um fegurð heimsins og snúast gjörsmlega í hina áttina. Depression sem endar í maníu, klassík.

2. Að púlla hina köldu skynsemiskonu á þetta. Hætta að hugsa um óþarfa vesen, s.s harm heimsins, og einbeita mér að komandi verkefnum. Sökkva mér í vinnu og skipulagningu, af nógu er að taka. Sumsagt, skýr markmið og greið leið í átt að þeim. Gerilsneytt öllum tilfinningum og flott.

3. Gefa skít í allt, skemmta mér um helgina og hlæja mikið í góðra vina hópi. "Everything good I deem too good to be true, everything else is just a bore" fílíngur. Nei, nú skilur mig enginn, en allavega, bara henda öllu frá sér og hugsa sem allra allra minnst við taktfasta tónlist. Hætta að vera vitsmunavera um stund.

4. Fylgja hugboðinu sem Nína fékk rétt áðan, fara suður, detta í það með henni og fara óvart til Vegas þar sem við giftum okkur.

Úllendúllendoff, kikkelanikoff...