12.3.06

Það er rosalega lélegt að vera stressuð yfir óunnum verkefnum sem eru komin fram yfir seinasta skiladag og sofna svo kl. 19.00. Það gerði ég áðan, algjörlega óviljandi. Núna er ég svo vöknuð aftur, "eldhress", kl. 03.00.

Oj bara, ég skil ekki þessa nýtilkomnu svefnþörf mína. Þessi óvænti eiginleiki minn hjálpaði svo sannarlega ekki til við að gera seinustu helgi spennandi. Ég sofnaði kl 17.00 á föstudeginum og rumskaði varla fyrr en kl. 12.00 á laugardeginum. Flott. Síðan ætlaði ég nú aldeilis að vera hress á laugardagskvöldinu, var komin í gírinn fyrir tónleikana á Græna hattinum en ákvað í staðinn að leigja vídjó. Dr. No er reyndar svakalega góð mynd, Sean Connery er óendanlega sexí á þessum árum. Svo við tölum nú ekki um Ursulu Andress, mér er sama þó hún hafi verið afleit leikkona.



Hvernig verður maður svona segirðu? (NB. Þetta er fyrir daga photoshop).

Kvennakvöldið var í gær og ég mun aldrei ná fullum bata. Aldrei. Þetta var bara eitthvað sem sprengdi öll mörk þegar kom að hlátri, bjánahrolli og undrun. Sumir vita hvað ég meina.



Endum þetta á mínum manni.
Góða nótt.