Neineineineineinei... Nei!
Núna þarf ég knús, klapp á öxl og túrbótíma í bjartsýnislampanum! Þessi dagur er búinn að vera með þeim alverstu. Ekki einusinni skemmtilega atvikið í tjáningu eða stelpustundin áðan geta tosað hann upp.
Túrverkir, stressandi bras í kringum ráðuneyti og fjölmiðla, þreyta, fólk sem er ekki sátt við mótmælin, tilfinningavaggogvelta, áfengisútskriftarmálið mikla, ítrekaðar tilraunir til félagslegs sjálfsvígs, slæmar fréttir, "Must love dogs", tvöfalt siðgæði og hræsnarar á hverju horni, enginn lærdómur og svo þarf dagurinn að enda á þessu:
George W. Bush Bandaríkjaforseti varaði við því í dag að þörf Bandaríkjamanna á olíu frá öðrum ríkjum, sem eru óvinveitt Bandaríkjunum, hafi tekið landið í gíslingu og hvatti hann til þess að ný kjarnorkuver verði reist fyrir árið 2010.
„Sumar þeirra þjóða sem við reiðum okkur á að fá olíu frá eru með óstöðugar ríkisstjórnir, eða þá að það sé grundvallar skoðanamunur á milli þeirra og Bandaríkjanna,“ sagði Bush á meðan hann var í heimsókn í Milwaukee í Bandaríkjunum í dag. Hann nefndi þó engar af þeim þjóðum á nafn sem hann átti við.
„Þessar þjóðir vita að við þurfum olíuna þeirra og það dregur úr áhrifum. Það varðar við þjóðaröryggi þegar við erum haldin í orkugíslingu af erlendum þjóðum sem líkar ekki við okkur,“ sagði Bush.
Bush vísaði til dæma í Frakklandi, Kína og í Indlandi og hrinti af stað verkefni upp á 1,1 milljarð dollara sem á að stuðla að byggingu nýrra kjarnorkuvera. Bandaríkin hafa ekki ráðist í slíkar framkvæmdir frá því á áttunda áratug seinustu aldar.
„Við ættum að byrja á því að byggja ný orkuver á nýjan leik. Ég tel að það sé skynsamlegt. Tæknin eru orðin þannig að við getum gert það og sagt við bandarísku þjóðina að þau eru örugg og mikilvæg,“ sagði Bush.
-Tekið af mbl.is
Þetta er kirsuberið á rjómatoppi dagsins.
Nú ætla ég að grafa mig sem snöggvast ofan í holu og hlusta á Micah P Hinson til að grenja við. Væl? Mér er sama, fokkjú.
Núna þarf ég knús, klapp á öxl og túrbótíma í bjartsýnislampanum! Þessi dagur er búinn að vera með þeim alverstu. Ekki einusinni skemmtilega atvikið í tjáningu eða stelpustundin áðan geta tosað hann upp.
Túrverkir, stressandi bras í kringum ráðuneyti og fjölmiðla, þreyta, fólk sem er ekki sátt við mótmælin, tilfinningavaggogvelta, áfengisútskriftarmálið mikla, ítrekaðar tilraunir til félagslegs sjálfsvígs, slæmar fréttir, "Must love dogs", tvöfalt siðgæði og hræsnarar á hverju horni, enginn lærdómur og svo þarf dagurinn að enda á þessu:
George W. Bush Bandaríkjaforseti varaði við því í dag að þörf Bandaríkjamanna á olíu frá öðrum ríkjum, sem eru óvinveitt Bandaríkjunum, hafi tekið landið í gíslingu og hvatti hann til þess að ný kjarnorkuver verði reist fyrir árið 2010.
„Sumar þeirra þjóða sem við reiðum okkur á að fá olíu frá eru með óstöðugar ríkisstjórnir, eða þá að það sé grundvallar skoðanamunur á milli þeirra og Bandaríkjanna,“ sagði Bush á meðan hann var í heimsókn í Milwaukee í Bandaríkjunum í dag. Hann nefndi þó engar af þeim þjóðum á nafn sem hann átti við.
„Þessar þjóðir vita að við þurfum olíuna þeirra og það dregur úr áhrifum. Það varðar við þjóðaröryggi þegar við erum haldin í orkugíslingu af erlendum þjóðum sem líkar ekki við okkur,“ sagði Bush.
Bush vísaði til dæma í Frakklandi, Kína og í Indlandi og hrinti af stað verkefni upp á 1,1 milljarð dollara sem á að stuðla að byggingu nýrra kjarnorkuvera. Bandaríkin hafa ekki ráðist í slíkar framkvæmdir frá því á áttunda áratug seinustu aldar.
„Við ættum að byrja á því að byggja ný orkuver á nýjan leik. Ég tel að það sé skynsamlegt. Tæknin eru orðin þannig að við getum gert það og sagt við bandarísku þjóðina að þau eru örugg og mikilvæg,“ sagði Bush.
-Tekið af mbl.is
Þetta er kirsuberið á rjómatoppi dagsins.
Nú ætla ég að grafa mig sem snöggvast ofan í holu og hlusta á Micah P Hinson til að grenja við. Væl? Mér er sama, fokkjú.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home