3.2.06

Það er allt að renna í sandinn hjá mér. Ástæða þess er kvefpest. Ekkert venjulegt kvef samt, það hefur náð að troða sér á ótrúlegustu staði, auk þess að fá það í nefið er ég kvefuð í enninu, kinnunum og augunum. Ég er orðin hálfheyrnarlaus og illt í augunum, finn hvorki bragð né lykt.
Oj bara ojojojoj.
Þessi veikindi eyðilögðu öll plön mín fyrir daginn, ég sem var búin að hlakka svo til að fara í skólann fyrsta föstudaginn með nýju stundatöfluna. Skóli frá áttafimmtán til sextánnúllfimm með engu hádegishléi, takk fyrir og gjöriði svo vel.
Ég ætlaði að semja ræðu og brasa heilan helling. Mig langaði líka að glimmerast í afmælisveislu í kvöld... Plöh.




Svona líður mér núna. Eins og klístruðum leirfroski sem sjö ára börn klíndu saman.














Hérna ætlaði ég að koma með skemmtilega sögu. Ég hætti við, þá væri ég bara að þykjast vera hress til að væla ekki heila færslu. Ég er bara vælukjói í dag. Sættið ykkur við það fokkfeises. Nei grín, ég er ekkert alveg svona pirruð.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home