Ég er svo södd að ég get ekki hreyft mig. Nei ég lýg, að sjálfsögðu get ég það, bara nenni því ekki. Matarboð hér heima, hrátt hangikjöt í forrétt, hreindýrasteik í aðalrétt og ís með heitri súkkulaðisósu og jarðaberjum í eftirrétt. Hélt að það væri bannað að halda matarboð eins og þetta svona stuttu eftir jól.
Ég afþakkaði spilakvöld, að hluta til vegna leti minnar eftir átið, að hluta til vegna þess að ég er döpur og að hluta til vegna þess að ég þoli ekki að spila. Samt eru þetta eiginlega ekki nægilega góðar ástæður til að afþakka félagsskap með skemmtilegu fólki, ég þrái félagsskap.
Horfði á Almoust famous áðan, það var gott. Pant líta út eins og Kate Hudson og eiga Polaroid myndavél.
Ég er súrmoli. Ætla þessvegna að enda þessa lélegu færslu á mynd af mér, bjánalega glaðri, að dansa tangó við Fljóta heitinn í sveitinni. Það er lífið.
Tveir glaðir bjánar.
Ég afþakkaði spilakvöld, að hluta til vegna leti minnar eftir átið, að hluta til vegna þess að ég er döpur og að hluta til vegna þess að ég þoli ekki að spila. Samt eru þetta eiginlega ekki nægilega góðar ástæður til að afþakka félagsskap með skemmtilegu fólki, ég þrái félagsskap.
Horfði á Almoust famous áðan, það var gott. Pant líta út eins og Kate Hudson og eiga Polaroid myndavél.
Ég er súrmoli. Ætla þessvegna að enda þessa lélegu færslu á mynd af mér, bjánalega glaðri, að dansa tangó við Fljóta heitinn í sveitinni. Það er lífið.
Tveir glaðir bjánar.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home