Ég er svo sannarlega ekki hressi gaurinn þessa dagana. Ragga og Gitta komust að raun um það áðan, þær komu í óvænta heimsókn. Aumingja þær, ég lá uppi í rúmi þegar þær komu, í náttfötum, með bleikt hárband og stert upp í loft. Ég ákvað í morgun að valið stæði á milli þessarar hárgreiðslu eða að raka allt af. Skynsemin vann. Hún vann líka í gær þegar ég fór heim af brjáluðum stelpurúnt með Hönnu Rún og fór að lesa í sögu í stað þess að gera eitthvað skemmtilegt. Ég þoli ekki þessa skynsemi, hún er farin að flækjast meira fyrir mér en undanfarið. Ég hef fundið það út að núna lifi ég á fagurfræðilegu stigi Kirkegaards: Neikvætt og slæmt er það sem er leiðinlegt. Ég leitast við að verða mér úti sem mestan unað, nautnir og skemmtun. Í mínum huga er hið góða það sem er fagurt, yndislegt og þægilegt. Skv. kenningunni verð ég að lokum fórnarlamb tilfinninga minna og tilviljunarkenndra hughrifa. En grunnhyggin ég. Það er eins gott að ég fari að koma mér upp á siðferðilega stigið... Það furðulega er að ég held ég hafi verið á siðferðilega stiginu áður, stokkið af því, niður á fagurfræðilega stigið og þurfi núna að stökkva aftur upp. Ætli svoleiðis jójó-æfingar standist kenninguna?
Ég held að próflesturinn fari ekki vel með höfuðið á mér, samt er ég nánast ekkert byrjuð. Bara búin að lesa hálfa sögubókina og 50 bls í náttúrufræði. Ætti að halda áfram. Skynsemin, þið vitið. Oh, ég er svöng. Það er svartfugl í matinn og ég get ekki borðað hann. Sé alltaf fyrir mér þegar Axel og pabbi koma heim, vígreifir, með byssuna á öxlinni og fiðurfénaðinn í höndunum. Ætli það sé þá ekki banani í kvöldmatinn hjá mér, hittumst heil.
Ég held að próflesturinn fari ekki vel með höfuðið á mér, samt er ég nánast ekkert byrjuð. Bara búin að lesa hálfa sögubókina og 50 bls í náttúrufræði. Ætti að halda áfram. Skynsemin, þið vitið. Oh, ég er svöng. Það er svartfugl í matinn og ég get ekki borðað hann. Sé alltaf fyrir mér þegar Axel og pabbi koma heim, vígreifir, með byssuna á öxlinni og fiðurfénaðinn í höndunum. Ætli það sé þá ekki banani í kvöldmatinn hjá mér, hittumst heil.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home