5.1.06

Það er nokkuð greinilegt að fríinu er lokið. Frekar ömurlegur dagur er að renna skeið sitt á enda. Ég var í skólanum til níu í kvöld, það er alltaf jafn hresst. Sérstaklega þegar maður er eins ógeðslegur og hægt er að vera, með ljótuna, túrverki, kvef í enninu, hausverk og nú held ég jafnvel að ég sé að fá hita? Ónæmiskerfið mótmælir því af hörku að ég hafi verið rifin upp úr fletinu kl. 8 í morgun.

Dagurinn tók líka svo á taugarnar því að ég fékk útúr fimm verkefnum eða prófum. Það er allt of mikið á einum degi, ef ég heyri minnst á að það eigi að láta mig fá einkunn fer ég öll að titra og skjálfa af stressi þar til ég fæ hana. Þetta reddaðist samt, 7 - 8,5 - 9 - 9 -9,7. Helvítis sjöa í þýskunni, mér er lífsins ómögulegt að fá hærra en sjö í nokkru sem tengist þýsku, svo léleg í málfræðinni. Kvíði fyrir prófinu. Mjög.

Það var samt gaman að fara aftur á stjórnarfund. Við Júlíus sættumst og margt skemmtilegt er í deiglunni. Arnar og ég dunduðum okkur við að skipuleggja þáttinn "Piparjúnka MA" eða "Bachelorette MA". Mér líst vel á þetta, en var hræðilega pirrandi við þessa vinnu. Afsakið elsku Arnar, stundum ræð ég ekki við hegðun mína. Okkur Arnari var sumsagt falið þetta verkefni vegna þess að við erum þau einu einhleypu í Stjórninni. Hre
Það beið mín glaðningur frá uppáhalds frænda mínum frá Svíþjóð þegar ég kom heim. Jólagjafirnar frá honum komust loks til skila, hann hefur skynjað það ljótuskeið sem ég geng í gegnum núna og sendi mér snyrtivörur! Góður, hann kann meiraðsegja að velja réttan lit á meiki. Það þykir mér afrek hjá karlmanni á fertugsaldri. Hann er bestur, furðulegur lyfjafræðiprófessor með hárið allt útí loftið, hálfgerður ofviti í mínum augum, búinn að búa svo lengi í Svíþjóð að hann talar með ótrúlega skemmtilegum hreim og slettir í sænsku. Vonbrigði ársins voru klárlega að fá hann ekki í heimsókn yfir jólin. Mig langaði alltaf að búa hjá honum í Svíþjóð þegar ég var lítil, langar það eiginlega enn. Fór einusinni í heimsókn til hans og man bara eftir að hafa keypt mikinn "glass" (ís), borðað jarðaberjalakkrís með fílamynd framan á, blásið fullt af sápukúlum af öllum gerðum og svo missti ég tönn í íbúðinni hans. Það er best að vera sex ára.

Ah, eftir svona dag er fátt annað hægt en að fá sér 56% súkkulaði og leggjast upp í rúm með góða bók. Ég lærði ekkert í dag, kemur. Hvar er sögubókin mín!? Ég lýsi hérmeð eftir henni, fundarlaun og viele Panik!

Hittumst heil. Kafteinninn kveður. (Fíla mig smá sem kaftein af því það er verið að spila brjálaðan mars í sjónvarpinu.)

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home