11.1.06

Jæja örstutt.

Núna heiti ég Kelga Carefree. Eins og dömubindin þið skiljið, ég er samt ekki ofurrakadræg með fimmföldum vængjum og þotuhreyfli. Onei, ég er bara ósköp kærulaus og lús, þrátt fyrir prófin. Eða allt þar til klukkutíma fyrir próf. Þá breytist ég í taugaveiklunarsjúklinginn Kristínu Helgu og byrja að naga af mér handlegginn yfir að ég hafi ekki lært meira. Ég er svo fanatísk, sjitt. Bjarni Kristall bjargaði prófinu, og stressinu í mér, með að sitja yfir okkur í dag. Hann er með svo góða nærveru þið skiljið. Aha.

Þar sem ég virðist vera vanhæf (oj, ofstuðlun) um að koma mér yfir á siðferðilegt stig Kirkegaards finnst mér ennþá hlutir sem eru leiðinlegir (próftíð) slæmir. Ljótir og ógeðslegir. Þessvegna ætla ég ekki að hugsa um próf heldur næstu tilhlökkunarefni. Jey, punktablogg, auðmelt og gott:

- Gettu betur 19. janúar. MA vs. ML á rúv. Vá, en gaman og spennandi. (Ég hef alltaf verið forfallinn GB aðdáandi.)

- Kannski Ytri Vík mánudaginn eftir próf. Eitthvað óljóst ennþá samt.

- Suðurferð helgina eftir próf. Mit Vater, Mutter und Axel. Vonandi fara Dagný og fleiri hressar stelpur líka, þá gæti útkoman kannski orðið stelpudjamm? Aldrei að vita. Annars bara gaman að skreppa í helgarferð.

Humm, vá ég finn bara hreinlega ekki meira. Ekki í nánustu framtíð a.m.k. Dimmir tímar? (Nauts, þetta var of dramatískt.)

Ég nenni ekki að tjá mig meira um DV í dag, er búin að blása allvel út. Ótrúlegt. Hvet samt alla þá sem sáu ekki Kastljós í kvöld til að fara á netið og horfa á þáttinn í dag.
(Æi, hvaða væl er samt í mér. Getum við ekki öll verið sammála um að DV segi alltaf sannleikann í þágu þolenda sem reyna að leita réttar síns hjá þessu vandaða blaði?)

Sjitt náttúrufræði. Ótrúlega áhugavert efni, skil eiginlega ekki hvernig ég gat skilið mig frá því til að skrifa þessar línur. Hvað er að mér?

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home