23.1.06

Klukkan er þrjú eftir miðnætti. Sálfræðipróf á morgun, ég er búin að rembast einu sinni í gegnum þetta námsefni, sjáum til hvernig fer. Þegar ég er búin með sálfræðina ætla ég að láta eins og það hafi verið seinasta prófið mitt. Jú, glöggir lesendur vita nefnilega að ég á eftir að taka sjúkrapróf í íslensku, en ég ætla að gleyma því á morgun. Ég vona nefnilega að það verði djamm. Þá neita ég að taka þátt í einnámótimörgum rökræðum, handleggsuppásnúningum og fleira í þeim dúr. Það passar ekki þegar að fólk ætlar að skemmta sér. Sérstaklega þegar maður hugsar um þá litlu skemmtun sem aðrir hljóta af því að hlusta á ósköpin.

Mmm... mig langar í japansepli.

Ég vil benda þeim sem hafa aðgang að Morgunblaðinu á að lesa viðtal við Hope Knútsson sem birtist í dag. (Í gær, strangt til tekið). Hún er það sem kemst næst því að vera átrúnaðargoð mitt, og þetta er frábært viðtal. Einnig vil ég benda lesendum á að kíkja á "yfirlýsingu til stuðnings biskupi", lítið bréf sem var birt í sama blaði. Það bréf er jafn slæmt og fyrrnefnt viðtal er gott.

Ég var að koma úr baði, það er best að fara í bað þegar allir aðrir eru sofandi. Það er sumsagt best ásamt rommkúlum, toppar þær ekki margt.

Þá er best að svífa á vit draumanna. Muna bara það að fyrst fer ég í gegnum fjögur stig hægbylgjusvefns og svo í bliksvefnsstigið. Passa mig svo á að dreyma ekki byssur, hnífa eða regnhlífar. Þó að hið ljósa inntak sýni mér þessa hluti, sárasaklausa, er hið dulda inntak í raun það að ég vil typpi. Freud, alltaf góður. Verst væri samt ef mig dreymdi að ég flygi. Jú, vegna þess að það er í eðli getnaðarlimsins að berjast gegn þyngdaraflinu, og þessvegna hefur flug skýra tilvísun í typpi. Ef að ég flýg í draumnum þá þýðir það að sjálfsögðu að ég vil vera með typpi. (Ef ekki bara vera typpi, sjálf og öll).

Þetta sér hver maður, ekki satt?

2 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

I will not agree on it. I assume polite post. Especially the title attracted me to study the whole story.

2:58 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Good dispatch and this post helped me alot in my college assignement. Thank you on your information.

12:43 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home