Hlustum á Chicago með Sufjan Stevens, gleymum öllu og þá sérstaklega lærdómi. Illinois er svo frábær plata! Veit að allir eru að segja þetta, en ég er mainstream chick og sammála almenningsálitinu. Grín.
Óður til Axels:
Bróðir minn getur verið raunveruleikafirrtur, steiktur, frekur, ósanngjarn, óvæginn og þver. Þá ýmist hneykslast ég á honum, hlæ að honum, hristi hausinn yfir honum, öskra á hann, verð reið við hann, lem hann, eyðilegg eitthvað sem hann á eða tala illa um hann.
Þessi færsla átti þó ekki að fjalla um galla hans og, oft og tíðum, barnaleg viðbrögð mín við þeim.
Bróðir minn er nefnilega með þeim betri. Hann hefur hjarta úr gulli, fáránlega fyndinn húmor og virðist vera endalaust greiðvikinn. Hann er einlægur og státar af mikilli réttlætiskennd. Mínar verstu stundir eru þegar við erum óvinir, mínar bestu þegar við hlæjum saman.
Þetta er væmnasta mynd sem ég fann af okkur, sem hentar vel þar sem þetta er væmnasta færsla sem ég hef skrifað. Tveir hommar í fjólubláu sólarlagi.
Óður til Axels:
Bróðir minn getur verið raunveruleikafirrtur, steiktur, frekur, ósanngjarn, óvæginn og þver. Þá ýmist hneykslast ég á honum, hlæ að honum, hristi hausinn yfir honum, öskra á hann, verð reið við hann, lem hann, eyðilegg eitthvað sem hann á eða tala illa um hann.
Þessi færsla átti þó ekki að fjalla um galla hans og, oft og tíðum, barnaleg viðbrögð mín við þeim.
Bróðir minn er nefnilega með þeim betri. Hann hefur hjarta úr gulli, fáránlega fyndinn húmor og virðist vera endalaust greiðvikinn. Hann er einlægur og státar af mikilli réttlætiskennd. Mínar verstu stundir eru þegar við erum óvinir, mínar bestu þegar við hlæjum saman.
Þetta er væmnasta mynd sem ég fann af okkur, sem hentar vel þar sem þetta er væmnasta færsla sem ég hef skrifað. Tveir hommar í fjólubláu sólarlagi.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home