1.2.06

Ansans kvef. Fyrir utan það ótrúlega góður dagur. Þónokkru var komið í verk, piparjúnka MA ætti að ganga vel, mótmælin líka. Nú er að demba sér í að lesa ótrúlega mikið magn af skýrslum og ritum um styttingu náms til stúdentsprófs. Partý? Já, svei mér þá.

Fyndið hvað maður getur verið mikið kamelljón. Það er svo gaman að velja sér rullu til að spila. Ég hef til dæmis verið mjög dramatísk og hress undanfarið, sjálfhverfur skemmtanafíkill með slettu af glimmeri og öli? Jafnvel. Sé fyrir endann á því skeiði, nú vakna ég á morgnana, fer í sturtu, les Moggann, klæði mig í skyrtu og set hárið í hnút. Fréttafíkillinn er farinn að láta á sér kræla á ný og hagsmunamál nemenda bíða úrlausnar. Kvendið komið aftur, bjóðum það velkomið.

Nei, er ekki best að minnka fanatíkina í báðar áttir og vera bara góður kokteill. Með jarðaberjabragði, já.

Ég veit ekkert hvað ég er að fara með þessum skrifum, en eitt veit ég. Ég veit það að Stjórninni barst frábært bréf. Bréfið var frá Sálarrannsóknarfélaginu í Reykjavík, það er afar skemmtilegt aflestrar. Ef einhvern langar að kíkja á það má sá hinn sami hafa samband við mig.

Ég er einn framsögumanna á opnum fundi um styttingu náms til stúdentsprófs sem haldinn verður á vegum Samfylkingarinnar nk. laugardag. Fundurinn fer fram kl. 14.00 á Hótel KEA. Hvet alla sem hafa áhuga á þessu máli að kíkja.
Unnar Þór stærðfræðisnillingur með meiru mun stíga í pontu fyrir hönd framhaldsskólakennara, ég hlakka til þessa eldheita stefnumóts okkar. Ég læt engan segja mér að þessi fundur sé annað en stefnumót.

Eins gott að fara að vinna í þessari ræðu.

Fiona Apple er konfektmoli dagsins. Ég er ástfangin af henni. Látum ójarðneska fegurð hennar lýsa daginn upp.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home