5.2.06

Ömurleg helgi að renna skeið sitt á enda. Fjórði dagurinn sem ég er með hita, hvað á það nú að þýða? Ég fer samt í skólann á morgun, ég er orðin félagslega einangruð. Hitti Axel og Arnrúnu í fyrsta skiptið í fjóra daga áðan, annaðhvort vegna þess að þau hafa ekkert verið heima eða sökum þess að ég hef varla verið með rænu, veit ekki alveg. Allavega, þörf mín fyrir félagsskap var komin á það stig að ég var ótrúlega ágeng við þau og málóð við matarborðið. Leiðinlega ég. Svo fór ég í "gamni"slag við Axel, gamni hjá honum, ég endaði marin og blá. Hann beitti samt líka andlegu ofbeldi, hótaði að mala pipar yfir mig með piparkvörninni og sagði að ég væri piparjúnka.

Til að bæta gráu ofan á svart í piparjúnkudæminu þá gaf mamma mér bókina Hroki og hleypidómar í veikindagjöf. Takk mamma. Ég þykist vera yfir ástarsögur Jane Austen hafin, þykist vera sterkari kona en ég er. Í raun get ég ekki beðið eftir að lesa hana. Haha, ég er Bridget Jones Íslands, þar kom það. Á milli þess sem ég hef verið sofandi um helgina hef ég ráfað um á náttfötunum með kettinum mínum, horft á sjónvarp með foreldrum mínum og lagað til. Vá frábært.

Af þeim óvenju mörgu myndum sem ég hef horft á undanfarna daga, hafa fjórar þeirra tengst tískulandinu Japan.
Memoirs of a Geisha, The Last Samurai, Kill Bill vol 1 og 2.
Núna langar mig í svart hár, kimono og sake.

Jæja, mitt innihaldsríka líf kallar. Ég ætla að hnökrahreinsa peysurnar mínar. Farvel.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home