16.2.06

Ég er þreytt, það er ógeðslega mikið að gera. Fundabras, Hagsmunaráð, Manþing, mótmæli og allskyns. Samt er ég ánægð, það getur verið gott að hafa nóg að gera.

Magnús Bragi var svakalega fyndinn í tíma í dag. Hann teiknaði hjarta á höndina á mér, og inn í það skrifaði hann "typpi". Þetta mátti sumsagt skilja sem svo að ég elski typpi. Ég og Ástrós vorum svo hressu gellurnar í sjoppunni í hádeginu og ég skildi ekkert í litlu sætu busastelpunum sem flissuðu þegar ég afgreiddi þær. Ég var náttúrulega búin að steingleyma þessari heimatilbúnu tattúveringu, flott Kristín. Gellan í þriðja bekk "sem er til í tuskið", er á uppboði reglulega og elskar typpi. Mannorðið þynnist með hverjum deginum.

Amma Fífí er best. Ég er viss um að einhvern daginn verð ég eins og hún. Það væri líka bara gaman.



E.s. Vill einhver koma með mér á mörgæsamyndina áður en hætt verður að sýna hana?

E.e.s Hvað var þessi forvarnarbjáni eiginlega að tala um ungbarnamök í skólanum í dag? Ég átti ekki orð... svo ég hló bara. Sem er kannski ekki kurteisislegt, en hann særði mína blygðunarkennd!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home