27.2.06

Ég hef látið undan þrýstingi og er orðin geispeis gella. Ég sem ætlaði aldrei að fá mér svona. Veikgeðja Kelga.

Helgin var furðugóð. Það er alltaf gott að hafa litlar væntingar, þær voru í lágmarki þessa helgina því svo margir eru fyrir sunnan. Laugardagurinn var hress þar sem að sumir áttu góð móment, aðrir ekki eins góð. (Eða jafnvel bara hræðileg móment sem entust allt kvöldið).

Ég get svo svarið það að strax eftir að sprengidagurinn er yfirstaðinn þá neyðist ég til að sýna smá sjálfsaga. Nú er þriðji í bolludegi hjá mér og ég er gjörsamlega að springa. Boðið í gær var sérdeilis notalegt, þrátt fyrir þynnku hjá flestum viðstöddum. Við létum það þó ekki aftra okkur í átinu; Arna, Arnar, Ellen, Elsa, Gitta, Sólveig, Ragga, Hjalti og Guðni, takk kærlega fyrir komuna.

Það er ekki laust við að það sé smá spenningur í mér fyrir Gettu betur á fimmtudaginn. Já, þetta verður skemmtileg ferð og fullt af fólki er búið að skrá sig í rúturnar.

Annars er nóg í deiglunni, fyrrnefnd GB ferð, söngkeppnin, karla- og kvennakvöld og ég veit ekki hvað og hvað. Ég elska að hafa svona mikið að gera. (Ekki kaldhæðni, þrátt fyrir að ég skrifi það í kaldhæðnissviga, eða þið skiljið).

So long, farvel, auf wiedersehen, good bye.
(Sound of music, þið þarna úti sem eruð ekki hommar).

1 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Cool guestbook, interesting information... Keep it UP
» »

11:14 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home