27.3.06

Ferðasaga?

Ég ætla að byrja að bomba neikvæðu hlutunum niður:

Fólk sem skráir sig og mætir ekki, RÚV, stress, fólk sem kvartar í sífellu, þreyta, fólk sem er of seint í rútur og þarf að skutla út um allt, næturvaktir, fólk sem er ókurteist og særandi og vanþakklátt og heimskulegt fyrirkomulag á söngkepninni.

Þá er það búið. Ekki verður frekar talað um neikvæða hluti í þessari færslu.

Jákvæðir hlutir voru fjölmargir, ber þar hæst að nefna sigurinn í Gettu betur. Þvílíkur sigur, þvílík stemning, stolt, gæsahúð, tár og hlátur, glaumur og gleði. Til hamingju enn og aftur, Ásgeir, Tryggvi og Magni. Vinnan sem þið hafið lagt á ykkur er ótrúleg, enda uppskáruð þið eins og þið sáðuð. Unnar og Tryggvi Aðalbjörns eiga líka að sjálfsögðu heiður skilinn fyrir sína óeigingjörnu vinnu.
Æhj, það er varla hægt að segja meira um þessa keppni. Bara hrein gleði og hamingja. Júlíus og Kristján stóðu sig líka eins og hetjur uppi á sviði, haha, án efa besta atriðið.

Það gekk eiginlega allt vel í ferðinni. Kultur-rejsen, morgunverður á Hótel Sögu (namm), sundferðir og allt klabbið. Vá, ég er svo þreytt, ég get hvorki hugsað rökrétt né skrifað.

Það skall á okkur Eddu í rútunni heim að þetta var seinasti stóri atburðurinn sem okkar stjórn skipuleggur á þessu skólaári. Það er bara eitthvað dundur eftir núna. Ég er döpur yfir því, ligg eins og klessa og kjökra bara. Í tilefni af því ætla ég að fara að sofa.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home