27.3.06

Svo þreytt. Það er samt stórfurðulegt að þurfa ekki að hugsa um neitt eða brasa neitt nema að laga til hér heima. Páskafrí og gleði, kærkomin hvíld.

Ferðasaga?

Ég ætla að byrja að bomba slæmu hlutunum niður:

Stress, fólk sem mætir ekki á það sem það er búið að skrá sig á og lætur ekki vita, RÚV, ókurteist, vanþakklátt og frekt fólk, næturvaktir, fáránlegt fyrirkomulag á söngkeppni framhaldsskólanna, bakverkir eftir rútusetu og óþægilega svefnaðstöðu og of mikil þreyta til að kíkja á lífið.

Nú er neikvæðnin búin og ekki verður vælt meira í þessari færslu.

Gettu betur keppnin var ótrúleg. Þvílík gleði, stolt og sigurtilfinning. Tárin brutust fram þegar að skólasöngurinn var sunginn hárri raust. Til hamingju Ásgeir, Tryggvi, Magni, og að ógleymdum Unnari. Vinnan sem þið hafið lagt í þetta er ótrúleg og þið uppskáruð eins og þið sáðuð. Ji, ég fæ enn gæsahúð þegar ég hugsa um keppnina.

Annað í ferðinni gekk líka vel. Stíf dagskrá; Pizza hut ferð, morgunverður á Hótel Sögu (namm), sundferð, kultur-rejse, keiluferð, Kringluferð, Leikhúsferð, næturvaktir, Bláa lóns ferð, furðulegur en þó skemmtilegur brunch í Ráðhúsinu, Söngkeppnin, KFC ferð, heimferð...

Það rann upp fyrir okkur Eddu í rútunni, að þetta var seinasti atburðurinn sem stjórnin okkar stendur fyrir á þessu skólaári. Nú er bara eitthvað dundur eftir. Þetta er rosalega skrýtin tilfinning, þreytan er sannarlega farin að segja til sín en samt vil ég ekki hætta. Mér finnst þetta hrikalega sorglegt og það er von á svakalegu væmnu uppgjöri við stjórnina á þessari síðu. Úff og jeminn.

Nei ansans, ég ætlaði ekki að væla meira.

Held það sé best fyrir mig að fara bara og horfa á 70's Show. Já svei mér þá.

1 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Enjoyed a lot! »

12:17 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home