26.7.06

Að borða vatnsmelónu með skeið er góð skemmtun. Veikindin sem eru búin að vera að hrjá mig eru það hinsvegar ekki. Það er víst bara tvennt í stöðunni, að eignast barn eða fara á einhverja ofurpillu. Töfrar læknavísindanna heilla mig meira en barneignir.

Vei, það eru tvær voltaren-vímu vaktir eftir og svo legg ég land undir fót. Borgarfjörður, Ragga Ýr, Belle and Sebastian, Emiliana Torrini, útilega, grill, bjór og Bræðslan bíða. Ó hvað það verður gaman. Sem upphitun ætla ég að fara í Öxnadal á föstudaginn, á Sigurrósartónleikana. Ekki slæmur forleikur það.

Verkjatafla og lestur? Það hljómar vel, bless.

P.s. Rétt upp hönd eða kommentið ef þið eruð að fara austur.

9 Comments:

Blogger fridafraenka said...

úff kannast við þessi veikindi, þú átt alla mína samúð!
en sjáumst hressar á siggurrós á morgun:)

8:03 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

hönd :)

12:11 f.h.  
Blogger Erla Elíasdóttir said...

Mig langar bara austur... en rétti upp samkenndarhönd við seinustu færslu, ég á líka ókláraðan ökunámsferil sem farið er að slá í. Gubb bílar.

12:25 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

hey.. ég bý fyrir austan! en meira hey, í heyskapnum:) ég er í upptalningunni þinni.. hlakka til að sjá þig!!!

4:11 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Ég græt það að ég sé ekki að fara austur. Græt segi ég!

4:38 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Vá hvað ég hélt að Borgarfjörður eystri væri þar sem Borgarnes er. Ég hélt það svo mikið sko. (Meira að segja til saga með þessu haldi mínu)

Þú hefur án efa skemmt þér vel, hugsa ég.

12:40 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

hahah.. erla það voru nokkrir sem fóru í Borganes að leita að þessari Bræðslu..óheppnir þeir !!!! vegna þess að þeirra beið 8 tíma akstur austur sem þýddi að þeir misstu af tónleikunum! ennnn sá bömmer! sjitt

2:19 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Excellent, love it!
Sunbeam oster model 696 household ultrasonic humidifier Camping north carolina replica rugby shirt Gmc bus part Modest shirts

12:59 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Very cool design! Useful information. Go on! » » »

9:49 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home