12.12.06

Ég er pínulítið tvískiptur persónuleiki í dag.

Fór til læknis áðan og það fyrsta sem hann spurði mig að var: „Ertu nokkuð barnshafandi?“ „NEI!“ (Fráleit hugmynd að öllu leyti).

Þegar ég kom heim biðu mín þau mestu kósýheit sem ég hefði getað ímyndað mér. Elsku amma með akrakossa, rúsínukökur, kaffi og nýjasta frænda minn, átta vikna gamlan. Leifur Hlér og ég smullum samstundis saman og þar sem hann kúrði eins og grjónapúði í fanginu á mér og slefaði á peysuna mína heyrðist hringlið. Haha, óttist þó eigi - þrátt fyrir skyndilegan eggjastokkasöng held ég að barneignir megi bíða í svona 8-10 ár enn.

Núna sit ég í Kvosinni og hlæ að tjah... ekki vitlausum kannski, en mistækum exurum sem reiknuðu eitthvað skakkt út og gerðu of stóran jólapóstkassa í ár. Greyin. Ég verð bara meiri jólagaur með hverju snjókorni sem fellur og hverjum deginum sem líður að fríi. Fékk líka að vita í dag að þær í Isabellu vilja fá mig og ég hlakka til að leiðbeina ráðvilltum kærustum og eiginmönnum í nærfataleit ásamt Þórnýju.

Kannski ég sletti málningu á pappakassa...? Nei, ég hlæ frekar meira að exurunum. Það er skemmtilegra.

12 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

þá ætla ég að mæta í isabellu, í annað sinn í lífinu.

9:25 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

ég las 'elsku amma með hakakrossa'

7:05 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Úff ég hlakka svo til að hitta þig! þú ert búin að gera mig æsta og glaða og spennta og ég veit ekki hvað og hvað. Þú ert æði! og mér þykir ekkert smá vænt um þig:) ..... þú og þitt eggjastokkahringl! Nei Kristín ég ætla ekki að stofna barna klúbb með þér!

8:00 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

ég tel að barnið hafi bara tekið bólfestu í brjóstunum á þér! líkt og á mér :) - totally skil þig

10:56 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

viltu drullast til að hætta að tala um leg og ógeð.

11:13 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

hahaha...! Ég nýt hvers tækifæris sem mér (málabrautarnemanum) gefst til að hlæja að exurum með vitlausa útreikninga..hehe

12:35 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

vá það var gaman að fylgjast með Exurunum að reyna halda haus þegar þeir komust að mistökunum:)

10:55 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Vei Dagný. Ég er einmitt dálítið stressuð fyrir að vinna þarna... Enginn sérfræðingur í skálastærðum svosem. En það kemur...

Ég hló í u.þ.b. 20 mínútur eftir að ég las kommentið þitt Tryggvi. Made my day... eða svona næstum.

Haha, ég sé þig fyrir mér vera svona æsta og glaða og spennta elsku Sigga. Pant ekki stofna barnaklúbb!

Hahaha, held að brjóstin á mér þjáist ekki af jafn mikilli útblásningu (jú, það er orð) og þín :) En kannski...

Viltu drullast til að haga þér almennileg drengur?

Við vorum náttúrulega alveg einstaklega pirrandi og leiðinlegar, félagsfræðibrautarneminn og málabrautarneminn sem héldum fram að við gætum gert betur en hinir óskeikulu exarar! Haha, þetta var gaman.

Hahaha, klóra sér í hausnum meinarðu? Og halda leynifundi. Krúttlegir.

11:12 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

oj, ég trúi ekki að þú sért svona jólahommalingur! snjókorn frjókorn segi ég nú bara... piff.

11:16 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Vei vei veiiii! (Það heyrast jólabjöllur... Ellý, alltaf ljúf)

3:10 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Þið frænkur eruð ekkert með sömu sýn á aðventuna er það? :)

1:30 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Ég elska leg sem og brjóst alveg frekar mikið. Einnig finnst mér djús bragðgóður og maryland kex er guilty pleasure.

3:58 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home