11.4.06

Blogger er búinn að vera með stæla í Apple-tölvunni. Gáum hvort að heimilstölvan höndli þetta...

Ferðasaga?

Ég ætla að byrja á að bomba slæmu hlutunum niður:

Fólk sem mætir ekki á það sem það hefur skráð sig á og lætur ekki vita, RÚV, fólk sem er ókurteist, vanþakklátt og frekt, fyrirkomulagið á söngkeppni framhaldsskólanna, stress, næturvaktir og bakverkir eftir rútusetu og lélega svefnaðstöðu.

Þá er það komið, meira verður ekki vælt í þessari færslu.

Gettu betur keppnin var ótrúleg. Ásgeir, Magni og Tryggvi hafa lagt ótrúlega vinnu á sig í vetur og uppskáru svo sannarlega eins og þeir sáðu. Gleðin, sigurtilfinningin og skólasöngurinn í lokin, þetta var ólýsanlegt.

Annað í ferðinni gekk bara vel. Sundferð, morgunverður á Hótel Sögu (namm), Kringluferð, keiluferð, leikhúsferð, Bláa-lónsferð, Kulturrejse, söngkeppnin og allt klabbið.

Það rann upp fyrir okkur Eddu í rútunni að þetta var seinasti atburðurinn sem stjórnin okkar skipuleggur. Nú er bara eitthvað dundur eftir, uppskeruhátíð og þ.h. Við fórum eiginlega að skæla yfir þessum ósköpum, þrátt fyrir að vera orðin þreytt langar mig alls ekki til að hætta. Það er von á svakalega væmnu stjórnaruppgjöri á þessari síðu bráðlega. Sjitt, ég er farin að kjökra við að hugsa um þetta, ég var samt búin að lofa að væla ekki meira í þessari færslu.

Mamma er komin heim með 500 moskítóbit og fleira skemmtilegt í farteskinu. Held ég fari og lesi Draumalandið. Heydo.