15.9.06

Sumarið þotið frá og skólinn farinn í gang. Fljótt að líða. Ég þurfti því miður að byrja nýtt skólaár á því að leggjast inn á sjúkrahús. Fór í kviðholsspeglun, þar sem átti að athuga hvernig stæði á þessum stanslausu kviðverkjum mínum. Botnlanginn var tekinn í leiðinni þar sem hann leit eitthvað skringilega út, líklega hef ég þá veið með króníska botnlangabólgu. Vonandi var það meinið. Nú er ég þessvegna með þrjú göt á maganum og verk í öxlunum, vegna koltvísýrings sem var sprautað í magann á mér. Oj. Vonandi verð ég orðin hressa gellan áður en langt um líður, þarf að fara að gera eitthvað af viti. Þangað til held ég að ég lifi bara á panodili, bólgueyðandi og Family guy.

3 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

"I'll bet money you'll marry a honey who's pretty and funny and her name will be Ted!" Ooh, gay jokes?... Haha! Family guy er besta meðalið.
Vonandi að þér batni af verkjunum sem fyrst, skottið mitt.

3:19 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Stefán Þór segir: Notið matarsóda á blettina í teppinu! blikkblikk

5:24 e.h.  
Blogger Nína said...

Elsku monsan mín. Batni þér nú fljótt og komdu suður og bakaðu með mér köku um miðja nótt og horfum á Arnold og hlæjum.
Ég sakna þín,
er illt í maganum með þér.
Kviðholsspeglun er ógeð, ég for í svoleiðis um daginn. Fíl jor pein. Who needs a botnlangi anyway ;)
Lof, lof lof :*

6:44 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home