5.12.06

Það er stutt umfjöllun og viðtal við mig um árshátíðina í Morgunblaðinu í dag. Hún er á Akureyrarsíðunni og fréttinni fylgir mynd af gullfallegu bekkjarsystrum mínum, Anítu og Röggu Sigurðar. Vei!

Ég held hreinlega að ég verði að panta tíma hjá lækni einu sinni enn. Þetta er algjörlega óskiljanlegt og hundleiðinlegt. En ég er að komast í jólaskap sem er bæði sérstakt og skemmtileg. Undanfarin ár hef ég verið hálfgerður jólatrölli, allavega ekkert jólabarn. Núna langar mig helst að setja upp seríur, skreyta piparkökur og gera laufabrauð. Merkilegt.

Í tilefni af jólaskapinu gerði ég jólagjafalista:

-Búsáhöld. Jebb, þið lásuð rétt. Ég hef hugsað mér að flytja að heiman næsta haust og þá er líklega gott að eiga eitthvað annað til búsins en fondue-pott, kökuföt, hnífapör og nokkrar Múmínálfakönnur. Ég verð mjög glöð ef að í pökkunum leynast falleg glös, teflon panna, pottur, sleifar, diskar, skálar eða eitthvað annað praktískt.

- Ullarsokka, vettlinga, náttföt og þessháttar kósýheit er alltaf gaman að fá. Green tea kremið frá Elizabeth Arden flokkast klárlega undir kósýheit. Já og góð tónlist og góðar bíómyndir.

-Bækur eru alltaf efstar á óskalistanum. Hér er smá listi yfir bækur sem mig vantar/langar í. Listinn er í stafrófsröð og náttúrulega ekki tæmandi...

Að hugsa á íslenzku - Þorsteinn Gylfason
Aldingarðurinn - Ólafur Jóhann Ólafsson
Birtíngur - Voltaire
Bláa bókin - Ludwig Wittgenstein
Bréf til Láru - Þórbergur Þórðarsson
Dáið er alt án drauma og fleiri kvæði - Halldór Laxness
Forspjall að frumspeki - Immanuel Kant
Grundvöllur að frumspeki siðlegrar breytni - Immanuel Kant
Íslenskt orðtakasafn - Halldór Halldórsson
Íslenzkur aðall - Þórbergur Þórðarsson
Ljóðaperlur - Jónas Hallgrímsson
Ljóðasafn Steins Steinarrs
Rannsókn á skilningsgáfunni - David Hume
Siðfræði - Páll Skúlason
Svartar fjaðrir - Davíð Stefánsson
The God Delusion - Richard Dawkins
Upp á Sigurhæðir - Þórunn Erla Valdimarsdóttir
Uppruni tegundanna - Charles Darwin

Fræ og Lay Low á föstudaginn...

8 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

þórunn erluuu... frumspeki... siðfræði... skúlason... ritgerð... og flytja að heiman líka, treysti því að þú kíkir í kaffi!

8:37 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

sakn.

9:27 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

jólaskap? er það þessi ódauðlega tilfinning sem ég hef fundið fyrir undafarið? þessi óstjórnlega löngun til að gera gat á uppblásna jólasveina og dúndra niður jólakúlur og brenna grenitré!

hlýtur að vera.

11:17 f.h.  
Blogger elfa said...

eitthvað hlýtur að hafa gerst eða skeð. allir finnst mér vera í jólaskapi, hlakka til jólanna, hlakka til að koma heim, hlakka til pakka, hlakka til bara almennt, venjulega er eþtta ekki svona... ég er meira að segja í jólaskapi, fer ekki saman með kröfurétti svo ég reyni að berja það niður.. í huganum sem eg þó jolagjafalista og borða kökur (borða þær samt í alvöru)
held ég ætti bara að setja þeta á mína eigin síðu

3:32 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

va hvad eg hlakka til jolanna, get svo svarid tad! og djofull svol i mogganum ein og laeti bara! elska tig i mauk og hakk.

11:41 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Já, oh kaffi í nýju íbúðinni ykkar Skarpa. En hvað það hljómar kósý.

Æi... Dagný sakn sömó. Komdu á tónleikana á morgun litla.

Jebb, þú slóst naglann á höfuðið Gitta. Sannur jólaandi.

Híhí, þú ert skemmtileg Elfa. Bloggaðu já!

Knús í krús Hildigunnur.

5:01 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Hvað er að ske? Schröder komin í jólaskap? Ég er náttúrulega mesta jólabarn sem til er og lykilorðið er BARN! ég vil fá marga pakka, jóladagatal og svo þegar kemur að aðfangadagskvöldi er ég búin að skoða alla pakkana undir tréinu. Gitta, ég held að þessi tilfinning sem þú hefur sé ekki jólaskap.
Hlakka til að sjá þig um ´jólin Kristín mín:)
ps. Er enn að hlæja af knúsinu ykkar Jóns Márs:) hehe

4:12 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Haha, elsku Sigga. Ég hlakka til að eiga jólastund með gömlu stjórninni í fríinu! Já, ég og fjölskyldan mín líka hlæjum að knúsinu í tíma og ótíma!

9:17 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home