28.3.05

Kannski ég sé búin að vera orðlaus aðeins of lengi...?

Páskafrí og hvað er betra en að eyða því í veikindi og lungnaverki? Fátt.
Lasleikinn hefur þó ekki aftrað mér frá því að fara í skírnarveislu, passa og éta á mig gat, fara svo í afmælisveislu og éta og svo borða páskaegg. Fór líka á sjó, já.
Er varla búin að læra neitt, nei.


Rúnar Júl er flottur kall, ég og Helgi fórum með Axel að taka viðtal við hann. Hann var steiktari en bróðir minn. En hann er magnaður, gaf Axel tvo geisladiska.

Axel: Hvernig hösslaðir þú stelpurnar á menntaskólaárunum?
Rúnar: Hvernig hugsaði ég um þær?

Já, þetta er gaman. Við Axel pósuðum líka með honum, hresst.

Ég er alveg ákveðin í að bjóða mig fram sem Forseta Hagsmunaráðs. Hlakka til að standa í kosningabaráttunni. Það er verið að leggja lokahönd á Birtingarblaðið, þetta verður stress en vonandi flott að lokum. Já.